Són - 01.01.2007, Page 102

Són - 01.01.2007, Page 102
BERGLIND GUNNARSDÓTTIR102 og bundu enda á blómaskeið í skáldskap og listum, ekki síst á Spáni, en kæfðu tilraun til lýðræðislegra stjórnarfars í báðum þessum löndum. I Neftalí Reyes Basoalto, sem síðar tók sér skáldanafnið Pablo Neruda, fæddist 12. júlí árið 1904 í bænum Parral í Chíle, en ólst upp í syðsta hluta landsins, Arákaníu í Temuco sem var einskonar landnemabær hvítra manna. Faðir hans var járnbrautarstarfsmaður, en móðir hans dó nokkrum mánuðum eftir að hafa fætt hann. Tveggja ára gamall eignaðist hann síðan stjúpmóður sem reyndist honum afar vel. Hann kallaði hana „mamama“. Það orð fann hann upp af því hann vildi ekki nota orðið madrastra (stjúpa). Sem barn var hann einrænn og fálátur. Hann dvaldi í sínum eigin hugarheimi og í náttúrunni og fór snemma að yrkja ljóð. Auk þess að vera upprunninn úr fátækasta héraði Chíle var hann af lágstétt og var til að mynda af þeim sökum stíað frá fyrstu ástinni sinni. Það gerði hann uppreisnargjarnan. Arákanía var landsvæði indiána og frægt í sögu landvinninga Spánverja fyrir harða mótstöðu þeirra gegn Pedro Valdivia og hans mönnum er þeir ætluðu að leggja svæðið undir spænska konunginn. Um þá atburði og Arákaníu hefur Neruda ort, til að mynda í Canto general.2 Gef mér kulda þinn, ósvífni útlendingur. Gef mér tígriskjark þinn. Gef mér í blóði þínu heift þína. Gef mér dauða þinn að hann fylgi mér og veki mönnum þínum ugg. Um síðir var Arákanía yfirunnin og frumbyggjarnir barðir niður í hvert sinn er þeir létu á sér kræla. Á þessum slóðum, svo nærri suðurheimskautinu, er mjög kalt og rigningasamt „ ... í þessu villta vestri ættjarðar minnar fæddist ég til lífsins, til jarðarinnar, skáldskap- arins og rigningarinnar,“ segir Neruda í minningabók sinni, Confieso que he vivido. Á löngum ferli hefur mér virst sem hann hafi glatast, þessi regn- máti sem var skelfilegt og slóttugt afl í fæðingarhéraði mínu, 2 Dagur Sigurðarson (1971:131). Úr ljóðinu „Pedro Valdivia“.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.