Són - 01.01.2007, Side 108
BERGLIND GUNNARSDÓTTIR108
því þegar kviknaði á fyrsta jarðarljósinu, þegar fyrsta titrandi augn-
lokið lyftist.”14 Hann leitar til móður náttúru til að rekja aftur sporin
til þeirrar sögu sem spænsku landvinningamennirnir gerðu að engu.
Hann snýr aftur til landa sem enginn hefur nefnt eða talið, í því skyni
að skyggnast á bak við misvísandi og handhófskenndar nafngiftir
Spánverja og sagnaritara þeirra til að geta nefnt þau á nýjan leik án
íhlutunar hinna langt að komnu og framandi manna. Og hann kemst
á slóðir upprunalegrar paradísar þar sem maður og náttúra eru eitt.
Arákinn í Suður-Chíle verður vart greindur frá skógartrjánum; gjör-
völl náttúran styður manninn og menntar hann, í henni er að finna
öflug meðul, hulin þeim sem ekki lifa samkvæmt henni. Stórbrotin er
lýsingin á því þegar Neruda, í ljóðinu „ Jimenez de Quesada“, særir
náttúruöflin með formælingum og bölbænum til að rísa upp gegn
innrásarliði spænsku konkvistadoranna sem nálgast land á skipum
sínum:15
sendu krókódílinn þunga í veg fyrir þau
með eirlita skolta
og fornaldarbrynju
gerðu úr honum brú
yfir sendin vötn þín,
láttu jagúarinn spúa eldi
úr rjóðrinu sem óx upp
af fræjum þínum, móðir,
þeyttu til þeirra blóðflugum,
blindaðu þau með svartri mykju,
drekktu þeim í hyljum þínum,
haltu þeim föstum með rótaflækjum
í dimmum farvegi þínum
svo blóð þeirra rotni
og krabbar þínir hámi í sig
lungu þeirra og varir.
En Neruda leitar einnig í fortíðinni að rökum sem gagnast í pólit-
ískri baráttu nútímans fyrir frelsi og sjálfstæði álfunnar. Það má kalla
hann endurreisnarmann hinnar rómönsku álfu; hann vildi hefja hana
14 Gallagher, D. P. (1973:58).
15 Ingibjörg Haraldsdóttir (1991:161–162).