Són - 01.01.2007, Blaðsíða 110
BERGLIND GUNNARSDÓTTIR110
sínum, sem gefin voru út í nokkrum bókum að honum látnum, vísar
hann stöðugt til móður jarðar (la tierra madre) sem gefur nýtt líf og
endurskapar tilveruna og er gróðurinn, regnið, líkaminn og hafið.
Maðurinn býr í náttúrunni og náttúran í manninum; þau eru sam-
tvinnuð og verða ekki skilin að. Þessi heildarsýn allra hluta, sem
Neruda leitar eftir, er í anda austrænna trúarhugmynda og sýnir að
hann skynjar í lokin lífsganginn með þeim hætti þrátt fyrir andstöðu
sína við austræna dulhyggju á árum áður. Í skrifum hans frá þeim
tíma örlar að vísu á skilningi eða grun um að þrátt fyrir allt ríki meðal
austrænna þjóða lögmál sem standi menningu Vesturlanda framar.
Segja má að undir lok ævi hans hafi sá grunur orðið að vissu eða að
minnsta kosti styrkst.
Neruda er á leið til endaloka sinna þar sem hann dvelur í húsi sínu,
Isla negra, úti við sjóinn. Í ljóðum hans vottar stöku sinnum fyrir
eftirsjá, en hann beinir sjónum fyrst og fremst að líðandi stund og
horfir fram á við. Hann er sjórinn og sjórinn er hann, og sjórinn býr
bæði innra með honum og utan við hann. Smám saman færist fjær all-
ur mannlegur tilbúningur, allur óþarfi tálgast af tilverunni; eftir verða
aðeins hin einföldu, náttúrulegu fyrirbæri, kjarninn sjálfur. Jafnvel ein-
semdin er boðin velkomin; hún er ekki lengur fjandsamleg eins og
áður á hans yngri árum þegar hann dvaldi einn og fjarri öllum aust-
ur á heimsenda. Hann er heldur ekki aleinn, en19
það er runnin upp sú stund
að enginn kemur
aðeins droparnir falla
...
og ég og þú á þessum einmanalega stað
ósigrandi og ein, bíðandi þess
að enginn komi, nei, að enginn birtist
með bros eða heiðursmerki eða ráðagerð
um tillögu að neinu.
Hann er á leið inn í leyndardóm allra hluta til að sameinast sjálfum
sér. Táknmynd þess er hafið. Hann er sigraður sem maður, aðeins
tómt net sem vindurinn hlær að; sáttur. Hann rifjar upp ljóðmæli dul-
hyggjuskáldsins og súfistans Ferid ed-Din:20
19 Alazraki, Jaime (1980:290).
20 Alazraki, Jaime (1980:297).