Són - 01.01.2007, Page 119

Són - 01.01.2007, Page 119
ÁLITAMÁL Í BÓKMENNTASÖGU 119 Þar með er ekki sagt að aðrir muni hlaupa til og gera þær skoðanir að sínum ef þeir, eins og í mínu dæmi, eru þeim jafnvel ósammála í grundvallaratriðum. Og vel mætti Örn temja sér kurteislegri tón. Læt ég þar með lokið þessum inngangsorðum og sný mér að nokkrum atriðum í skrifum Arnar. II Ég ætla að byrja á því að játa á mig eina yfirsjón. Í kafla um ljóð- myndir súrrealista komst ég svo að orði: Reyndar kemur hvergi fram í umræðu hér á landi svo mér sé kunnugt (fyrr en með þýðingu Benedikts Hjartarsonar á súrreal- istaávarpinu), það sem þó var stefnuskráratriði hjá Breton, að samband liðanna í myndhverfingu ætti að vera sem langsóttast, hin frjálsu hugtengsl sem handahófskenndust [leturbr. hér].5 Hér hefur mér brugðist minnið. Örn bendir réttilega á að hann hafi gert grein fyrir þessu í Kóralforspili hafsins,6 sem ég þekki tiltölulega vel. Í stað skáletruðu orðanna hér á undan hefði ég því átt að skrifa: svo ég muni. Mér tókst að skjóta inn neðanmálsgrein í bók mína þessu til leiðréttingar.7 Hinsvegar átta ég mig ekki á aðfinnslum Arnar við það sem ég skrifa í sama kafla um ágreining skáldanna Reverdys og Bretons um ljóðmyndir. Breton vitnar í Súrrealistaávarpinu í Reverdy sem segir á einum stað að þær myndir séu best heppnaðar sem séu langsóttar og ‚réttar‘, en í framhaldinu sem Breton sleppir segir Reverdy síðan til nánari skýringar: „Tveir veruleikar sem ekkert samband er á milli geta ekki tengst svo vel sé. Þá verður engin myndsköpun.“8 Nú segir sig sjálft að það sem einu skáldi finnst rétt finnst öðru það ekki endi- lega, og svo varð einnig hér. Það sem Breton fannst hin rétta leið í myndsköpun: „Ég dreg ekki dul á að sú mynd er í mínum augum sterkust sem býr yfir mestri tilviljun“ – var það ekki í augum Reverdys. Þess vegna sleppti Breton framhaldinu.9 5 Þorsteinn Þorsteinsson (2005:116). 6 Örn Ólafsson (1992:55). 7 Þorsteinn Þorsteinsson (2007:110n). 8 Þorsteinn Þorsteinsson (2005:112). 9 Sbr. Þorstein Þorsteinsson (2005:113).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.