Són - 01.01.2007, Page 119
ÁLITAMÁL Í BÓKMENNTASÖGU 119
Þar með er ekki sagt að aðrir muni hlaupa til og gera þær skoðanir að
sínum ef þeir, eins og í mínu dæmi, eru þeim jafnvel ósammála í
grundvallaratriðum. Og vel mætti Örn temja sér kurteislegri tón. Læt
ég þar með lokið þessum inngangsorðum og sný mér að nokkrum
atriðum í skrifum Arnar.
II
Ég ætla að byrja á því að játa á mig eina yfirsjón. Í kafla um ljóð-
myndir súrrealista komst ég svo að orði:
Reyndar kemur hvergi fram í umræðu hér á landi svo mér sé
kunnugt (fyrr en með þýðingu Benedikts Hjartarsonar á súrreal-
istaávarpinu), það sem þó var stefnuskráratriði hjá Breton, að
samband liðanna í myndhverfingu ætti að vera sem langsóttast,
hin frjálsu hugtengsl sem handahófskenndust [leturbr. hér].5
Hér hefur mér brugðist minnið. Örn bendir réttilega á að hann hafi
gert grein fyrir þessu í Kóralforspili hafsins,6 sem ég þekki tiltölulega vel.
Í stað skáletruðu orðanna hér á undan hefði ég því átt að skrifa: svo
ég muni. Mér tókst að skjóta inn neðanmálsgrein í bók mína þessu til
leiðréttingar.7
Hinsvegar átta ég mig ekki á aðfinnslum Arnar við það sem ég
skrifa í sama kafla um ágreining skáldanna Reverdys og Bretons um
ljóðmyndir. Breton vitnar í Súrrealistaávarpinu í Reverdy sem segir á
einum stað að þær myndir séu best heppnaðar sem séu langsóttar og
‚réttar‘, en í framhaldinu sem Breton sleppir segir Reverdy síðan til
nánari skýringar: „Tveir veruleikar sem ekkert samband er á milli
geta ekki tengst svo vel sé. Þá verður engin myndsköpun.“8 Nú segir
sig sjálft að það sem einu skáldi finnst rétt finnst öðru það ekki endi-
lega, og svo varð einnig hér. Það sem Breton fannst hin rétta leið í
myndsköpun: „Ég dreg ekki dul á að sú mynd er í mínum augum
sterkust sem býr yfir mestri tilviljun“ – var það ekki í augum
Reverdys. Þess vegna sleppti Breton framhaldinu.9
5 Þorsteinn Þorsteinsson (2005:116).
6 Örn Ólafsson (1992:55).
7 Þorsteinn Þorsteinsson (2007:110n).
8 Þorsteinn Þorsteinsson (2005:112).
9 Sbr. Þorstein Þorsteinsson (2005:113).