Són - 01.01.2007, Page 122
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON122
III
Örn vefengir það orðalag mitt að hann kalli það atvinnusjúkdóm
menntamanna að „gefa gaum að hugmyndum“, og bendir á að á til-
vitnuðum stað í Kóralforspili hafsins segi hann einungis að þeir leggi
„ofuráherslu á hugmyndir í bókmenntaverkum“.14 Að vísu segir
hann á sama stað að samkenni menntamanna sé „hvorki þekking,
prófgráður né fræðileg vinnubrögð, heldur einfaldlega það, að þeir
fást við hugmyndir, fyrst og fremst“ (undirskilið: ekki við form skáld-
verka). En sé eingöngu miðað við þennan stað í bók hans má þó til
sanns vegar færa að ég ýki afstöðu hans nokkuð. Ef hinsvegar er
miðað við bókina í heild og þær kenningar um bókmenntasögu sem
þar eru reifaðar – og það hlýt ég að gera – leyfi ég mér að fullyrða að
athugasemd mín um formalisma Arnar er réttmæt; einn höfuðgalli
bókarinnar, að mínum dómi að minnsta kosti, er sá að höfundur
gefur ekki gaum að hugmyndum, og ber mér nú að rökstyðja það. Ég
ætla að taka dæmi af skilgreiningum hans á módernisma í ljóðum.
Örn útlistaði skilning sinn á módernisma í Kóralforspili hafsins 1992 og
hefur ítrekað hann oft síðan. Bókin er metnaðarfullt verk, og fyrsta yfir-
litsrit um módernisma í íslenskum bókmenntum, eins og segir í út-
drætti á ensku í bókarlok (bls. 294). Framtakið er lofsvert þó myndin
sem dregin er upp sé að vísu villandi að mínum dómi. Örn hafnar þar
þeirri skoðun, sem hann segir útbreidda á Íslandi, að módernismi í
ljóðlist sé sama og fríljóð og prósaljóð – sé fólginn í því einu sumsé að
víkja frá brag – eða að hann einkennist af ákveðinni heimssýn, og hann
setur sér það mark að skilgreina hann formlega, eins og nú verður rakið.
Helstu einkenni módernisma í ljóðagerð að dómi Arnar eru
‚sundruð framsetning‘ sem hann kallar svo, og ‚órökleg ræða‘.15 Og
þessi túlkun hans á hugtakinu byggist þegar nánar er að gáð á ein-
faldri formgreiningu sem svo hljóðar (í minni endursögn): Módern-
isminn er einn meginstraumur og fólginn í a) ósamrýmanleika milli
lína/málsgreina (expressjónismi) og b) ósamrýmanleika milli orða inn-
an sömu línu/setningar (súrrealismi), en af því hlýst í báðum tilvikum
að samhengi verður lítt skiljanlegt röklega.16 Í þessu ljósi ber síðan að
14 Örn Ólafsson (1992:23).
15 Örn Ólafsson (1992:22 og 23).
16 Örn orðar þetta hvergi nákvæmlega svona, en notar þennan greinarmun aftur og
aftur sem kvarða til greiningar á ljóðum frá 20. öld sem hann fjallar um í Kóral-
forspili hafsins. Sjá t.d. 1992:51–57, 70, 134, 295 („It seems convenient to distinguish