Són - 01.01.2007, Síða 123

Són - 01.01.2007, Síða 123
ÁLITAMÁL Í BÓKMENNTASÖGU 123 skoða ljóðagerð á Íslandi á tuttugustu öld: Það sem kallað hefur verið ljóðbylting um miðja öldina var, að Tímanum og vatninu og sumum ljóðum Hannesar Sigfússonar undanskildum, í rauninni ekkert nýtt að dómi Arnar,17 fríljóð og prósaljóð af því tagi sem atómskáldin svo- kölluðu ortu höfðu komið fram löngu fyrr (og voru enda fæst óræð), en róttækur módernismi hafði hinsvegar birst alllöngu áður í einu ljóði eftir Jóhann Sigurjónsson og einum fimm eftir Halldór Kiljan Laxness. Um hin nýstárlegu ljóð þeirra Jóhanns og Halldórs er ég sammála Erni, en þótt ein lóa syngi er sumarið ekki komið, svo vikið sé við kunnum frönskum orðskviði, og hin fáu ljóð sem hann nefnir eftir þessi skáld – svo makalaus sem þau eru – mörkuðu ekki tímamót í sögu ljóðlistar á Íslandi, ekki upphaf nýrrar þróunar. Ég kalla Örn formalista í Sónargrein minni, meira að segja sannan formalista, og á þá meðal annars við þetta: að hann lætur duga að leggja formlegan kvarða á expressjónisma og súrrealisma, eftir því hvort ósamrýmanleikinn og hin óræðu tengsl, sem í hans augum eru aðal módernisma, koma fyrir milli málsgreina ellegar innan sömu setningar. Um þetta er margt að segja og ég læt nægja að víkja hér að hinum fyrrnefnda isma. Í fyrsta lagi tel ég afar hæpið að fjallað verði um expressjónismann í ljóðlist af neinu viti án þess að taka tillit til þess að hann var þýskt fyrirbæri, sprottið upp á tilteknum tíma í þýskri menningarsögu, og án þess að gefa gaum að efni ljóðanna og inntaki, hugmyndum skáldanna og viðhorfum til tímans sem þau lifðu á.18 Í öðru lagi er ekki hægt að byggja formlega greiningu á stefn- unni á fáeinum ljóðum frá upphafi hennar og kalla þau expressjón- ismann,19 því stefnan var afar sundurleit. Í þriðja lagi er svo vert að meta söguskilning þennan í ljósi þeirra ályktana sem Örn dregur af Expressionist poetry, where the disparate elements are at least whole sentences, from Surrealist poetry where there are often wholly disparate elements within one sentence“). 17 „Þorsteinn […] heldur dauðahaldi í þá gömlu kreddu að ljóðbyltingin hafi orðið upp úr seinni heimsstyrjöld.“ Örn Ólafsson (2006a:133). 18 Eitthvað svipað má reyndar segja, að breyttu breytanda, um franska súrreal- ismann sem varð til upp úr þeirri fagurfræðilegu stjórnleysishreyfingu sem dada- ismi nefndist, upp úr andófi gegn stríði og borgaralegum gildum, og upp úr hugmyndum Freuds um dulvitund og óræð öfl sem í manninum byggju. 19 Skilgreiningar Arnar á stefnunni virðast að mestu byggðar á kvæði eftir Alfred Lichtenstein, „Die Dämmerung“ (1913), sem hann fjallar um í Kóralforspili hafsins (1992:51–52), og styðst þar við umsögn Edgars Lohner (1969:107–126). Framar (bls. 46) ber hann reyndar Lohner fyrir því að mikið af því sem kallað hafi verið expressjónísk ljóð sé lítið annað en „klisjukenndar yfirlýsingar“, sé sem sagt ekki módernismi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.