Són - 01.01.2007, Page 133
ÁLITAMÁL Í BÓKMENNTASÖGU 133
45 Steinn Steinarr (1956:204).
46 Þorsteinn Þorsteinsson (2007).
47 Örn Ólafsson (2006a:129–131).
48 Ágæt lýsing á kvæðum þessara skálda er hjá Dieter Breuer (1999:191–207).
Sólskinið,
stormurinn,
hafið.
Ég hef gengið í grænum sandinum
og grænn sandurinn
var allt í kring um mig
eins og haf í hafinu.
Nei.
Eins og margvængjaður fugl
flýgur hönd mín á brott
inn í fjallið.
Og hönd mín sökkur
eins og sprengja
djúpt inn í fjallið,
og sprengir fjallið.45
Sigfús Daðason nýtti sér áhrifamátt hrynjandinnar víða af mikilli
íþrótt eins og ég geri grein fyrir í Ljóðhúsum.46 Ég vil einungis nefna
hér ljóðin „Dægurlag“, „Vorið“ og „Alltaf man ég Marseille“ sem
dæmi um þá möguleika sem fríljóðið opnaði í þeim efnum.
Örn fýsir að rekja fríljóð sem lengst aftur, ekki síður en prósaljóð.
Hann tekur kvæði eftir þýska 18. aldar skáldið Klopstock, þýðir hluta
þess og spyr hvort það sé ekki í raun réttri fríljóð, að minnsta kosti ef
það væri ekki erindaskipt.47 En um fyrirbærið freie Rhythmen sem
Þjóðverjar kalla svo, og nota um alveg afmarkaðan hluta sinnar ljóð-
listarsögu, er ráð að spyrja Þjóðverja sjálfa, meðal annars vegna þess
að hrynjandi ljóða er bundin frummálinu órofa böndum og hæpið um
hana að dæma nema út frá frummálinu.48 Og þó að Örn þýði orð
kvæðisins af trúmennsku er hrynjandi þýðingarinnar önnur en hjá
hinu þýska skáldi. Klopstock víkur greinilega frá hefðbundnum brag
en heldur þó ýmsum einkennum bundins mál. Þannig skiptast á há-