Són - 01.01.2007, Qupperneq 135
ÁLITAMÁL Í BÓKMENNTASÖGU 135
Hér hafa athyglisverðir hlutir gerst. Skyndilega er Örn farinn að tala
um ýmiskonar módernisma, einkenni margra súrrealískra verka og
þegar að expressjónisma kemur er látið nægja að tala um stílandstæður
milli skiljanlegra málsgreina. Þetta hefði Hugo Friedrich þótt þunnur
þrettándi; það er næstum eins og ég hafi skrifað þetta. Ég hefði að
vísu forðast hugtakið ‚sundruð framsetning‘ (sem mér finnst minna
óþægilega mikið á ‚klessumálverk‘), og frekar talað um að einn þáttur
í þeirri hnitmiðun sem einkenni nútímaljóð sé að sleppa tengingum.
Þá hefði ég sagt sem svo að mikilvægur strengur í nútímalist, nútíma-
ljóðum þar á meðal, sé fráhvarfið frá eftirlíkingu (mimesis), sem sjá
megi hjá Lautréamont, Rimbaud og víða hjá súrrealistum og
sporgöngumönnum þeirra. Þennan skilning hef ég síður en svo reynt
að hrekja eins og þeir vita sem lesið hafa grein mína en ekki einungis
endursögn Arnar. Hinsvegar hef ég andæft því að módernisminn sé
þetta og annað ekki, og alhæfing þessa þáttar í nútímaljóðlist var það
sem ég kallaði hlutavillu Arnar.
Að svo mæltu vil ég þakka Erni skoðanaskiptin. Af minni hálfu
eru þau nákvæmlega það: skoðanaskipti. Og það er að sjálfsögðu
ekki mitt mál heldur Arnar sjálfs hvort honum finnst hann ,verða að
standa við sinn skilning‘. Því miður óttast ég að deiluefnin séu lítt
áhugaverð fyrir lesendur Sónar, og ég mun ekki þreyta þá með frek-
ari málalengingum. En vil að endingu mælast til þess aftur að þeir
lesi skrif mín án milligöngu annarra ef þeir hafa áhuga á málflutningi
mínum. Og sama gildir vitaskuld um Örn: Skrif hans sjálfs eru
ólygnust um skoðanir hans á ljóðlist nútímans.
HEIMILDIR
Auerbach, Erich (2003). „Epilegomena to Mimesis“ [1954], ensk þýðing
eftir Jan M. Ziolkowski, í Mimesis · The Representation of Reality in Western
Literature, Princeton og Oxford: Oxford University Press.
Breuer, Dieter (1999). Deutsche Metrik und Versgeschichte, 4. útg., München:
Wilhelm Fink Verlag (UTB für Wissenschaft).
Brunel, Pierre o.fl. (2001). Histoire de la littérature française (XIXe et XXe
siècle), Bordas/VUEF.
Friedrich, Hugo (1971). Die Struktur der modernen Lyrik · Von der Mitte des
neunzehnten bis zur Mitte des zwanzigsten Jahrhunderts [1956], erweiterte
Neuausgabe, Hamburg: Rohwohlt.
Halldór Guðmundsson (2004). Halldór Laxness · Ævisaga, Reykjavík:
JPV Útgáfa.