Són - 01.01.2014, Side 15
Baráttan fyrir skáldskapnum 13
Árið 1881 skrifar Jónas Jónasson, sem kallar sig stúdent, langa grein í
Tíma rit Hins íslenska bókmenntafélags, Yfirlit yfir bókmentir Íslend inga á
19. öld. Þar segir meðal annars:
Eins og kunnugt er, var allur skáldskapur fyrir og um alda mótin á
mjög svo lágu stigi; síðan á 15. öld drottnaði rímna kveðskapur inn,
og hann og sálma skáldskapurinn áttu þá forsæti á óðalstöð hinna
fögru vís inda nær 400 ára tíma. Rímararnir orktu rímur og sálma-
skáldin sálma hverir í kapp við aðra, og flestir hvort tveggja … Og þó
að nokkrir þeirra væru í rauninni góð skáld … þá gætir þeirra varla
innan um þennan aragrúa af rímurum, því að hver sá, sem slysa-
lítið gat komið saman ferkeyttri vísu, orkti þá rímur og sálma. Þessi
rímna mentun og sálmalist var bæði gagnslaus, vitlaus og skað leg, því
að fyrir hana dó út öll fegurðar tilfinning, því að alt var bundið við
að skrúfa saman orð í rím og hljóð stafi, hvað illa sem þau áttu við og
hvílíkt afskræmi sem málið varð við það, og var þó ekki einu sinni svo
vel, að nokkur formfegurð eða rímlipurð ætti sér stað.
(Jónas stúdent Jónasson 1881:177–178)
Jónas getur þess að er leið á 18. öldina hafi þessi „smekkleysis stefna“ keyrt
úr hófi, en þá hafi Eggert Ólafsson komið til sögunnar „og tók að yrkja
með nýjum og fegri blæ, og lýsa kvæði hans því, að hann er óendanlega
langt á undan sínum samtíðarmönnum, bæði að formfegurð og andríki,
þó vèr kunnum ekki við sumt hjá honum nú orðið.“ (1881:178). Þetta „nú
orðið“ segir okkur mikið um þá breytingu á smekk sem varð eftir daga
Eggerts.
Jónas hlífir ekki sálmaskáldunum á 18. öld og finnur auk þess fáar eða
engar framfarir á öndverðri hinni 19. í andlegum kveðskap.
Þess var von að Jónas fengi á baukinn fyrir þessa grein, ekki fyrir að
fella harða dóma yfir rímum heldur fyrir að setja rímur og sálma í sama
flokk. Einhver, sem kallaði sig R.Q., skrifaði í Norðanfara og er auð vitað
sammála Jónasi um rímnadóm hans en svo nær það ekki lengra:
Mjer finnst einnig óviðkunnanlegt að höf. talar allstaðar jafnhliða um
guðfræðisbækur, rímur og sálma, og setur þetta þrennt í sama flokk,
eða telur hvers annars jafngildi …
Það sje langt frá mjer að bera hönd fyrir höfuð rímnakveðskapnum
… en jeg neita því að sálmakveðskapurinn hafi haft þau áhrif, sem höf.
segir.
(R.Q. 1883:107)