Són - 01.01.2014, Page 19
Baráttan fyrir skáldskapnum 17
náið eða birja atkvæðin hvurt á eptir öðru, sem ollir annað hvurt ljótu
gapi (“híatus”), eða þeim stirð leíka, að framburðurinn verður óvið-
kunnanlegur – eínk um þar sem mörg þessara líta reka hvurt annað.
(Úr Brjefi af Austfjörðum 1836:43–44)
Austfirðingurinn sýnir máli sínu til sönnunar ýmis dæmi um það sem
honum hugnast ekki: „Valla verður farið ifir 3 opnur í kverinu so að ekki
finnist ámóta greínir og þessar eru: “aldreí vort ástand irði óttalegrā hjer
jörðu á, enn ef vor önd eí þirði”; “fjegirnd heíms sæla”; “díra hans nægja
lát þjer náð”; “sjón, heírn, vit, mál, líf, lið líð gaf, o. s. f.” …“
Austfirðingurinn hefur þetta að segja um Hjaltalín og fleiri sálmaskáld
sem honum finnst ekki hafa staðið sig í stykkinu:
Þetta er furðanlegt, þar sem höfundurinn hefir í lángann tíma feíng ist
við kveðskap, og er þar á ofan eínn af þeím, er lögðu sinn skjerf til
messu saungs-bókarinnar, og hefir þess vegna að líkindum mátt heira
óminn af þeím hnífil irðum, sem útgjefendur hennar feíngu firir þessi
og þvíum lík skáldskapar líti. Annað líti tel eg það á þessum sálmum,
eíns og á sálmum fleíri lærðra manna á seínni tímum, að orða-röðin
er sum staðar heldur öfug, og skáldskapurinn barinn saman, t. a. m.
þar sem þau orð, er saman eíga, eru slitin sundur, eða taka verður eítt
eða fleíri orð úr annari hendíngu, so það verði vit í því sem komið er
á undan …
(1836:44–45)
Því sem Austfirðingurinn telur samt mestan vansa á hugvekjusálmum
Jóns Hjaltalín lýsir hann með þessum orðum: „Enn það er þó mestur
gallinn á þessum hugvekju-sálmum, að þá vantar um of það sem mest
ríður á í skáldskap, sem er líf og andi! “ (1836:45). Þetta reynir hann að
skýra með því að höfundar sálmanna gefi ekkert af sjálfum sér heldur
haldi sig við lausamál Sturms og því fer allt það sem er „háleítt eða hjart-
næmt“ hjá garði.
Síðan fjallar Austfirðingurinn nokkuð um orðfæri hugvekjusálmanna
og er ekki skemmt: „Orðfærið í þeím er ekki heldur allskostar gott. Mjer
þikir þar ofmikið af þarflausum og ekki fallegum ní gjörfíngum t. a. m.
“ánægð, ómiskun, umsorg, afmark, forlát, hilli dómur” …“ og ýmis legt
annað finnur hann að orðfærinu (1836:47).
Í lok þessarar greinar af Austfjörðum óskar höfundur þess að einhverjir
þeirra sem huga að eigin sálmaskáldskap læri af orðum hans en vill þó að
menn fari varlega: „Því það er aðgjætandi, að öll skáld hafa ekki köllun
til að vera sálma-skáld. Það er ætlun mín, að hana hafi reíndar eínginn