Són - 01.01.2014, Side 20
18 Þórður Helgason
til at bera, nema sá, sem, auk liðugrar irkisgáfu og hæfilegrar mentunar,
hefir þeígið af skaparanum viðkvæmt hjarta, sem síðan hefir helgast af
guðrækilegu uppeldi og lestri h[eilagrar] ritníngar, og hitnað og hreíns-
ast í eldi mótlætisins. – – –“ (1836:48). Ekki er fjarri lagi að álykta að
með þessum orðum um kröfur til sálmaskálda vísi Austfirðingurinn til
Hallgríms Péturssonar.
Árið 1839 blöskrar Tómasi Sæmundssyni og birtir í Fjölni grein sína
Bókmentirnar íslendsku. Þar notar hann sem einkunnarorð erindi úr
Eymdar óði Eggerts Ólafssonar „Þjer sudda drúnga daufir andar, / sem
drag ist gjegnum mirkra lopt! / þjer þokubiggða vofur vandar, / sem veík-
ar þjóðir kveljið opt! / hvað leíngi Garðars hólma þið / higgist að trilla
fá rátt lið?“ Grein Tómasar, sem fyrst og fremst talar í nafni upplýs ingar,
fjallar um niður lægingu bók mennta, veraldlegra jafnt sem andlegra, og
útgáfu starfseminnar á Íslandi. Nýir tímar hafa ekki átt greiðan aðgang
að bókmenntaiðju landsmanna um skeið, enda fyrst og fremst boðið upp
á það sem gamalt er og margútgefið, auk rímna. Prentverkið sér gróða
sinn fyrst og fremst í því að halda alþýðunni óupplýstri svo hún kaupi
það sem hún hefur vanist. Því séu tímar afturhalds á Íslandi í stað fram-
sækni. Í greininni telur Tómsas upp nokkrar nýjustu bækur Viðeyjar-
prents, eingöngu rímur og guðsorða bækur (þar með sálma), og dregur
síðan þessa ályktun:
Hárin rísa á höfði manns, og hvur, sem nokkurt hjarta er í, fillist
gremju, þegar hann sjer af bókatölu þessarri, að landið væri miklu
bet ur farið, ef eína prentverkinu, sem það á, væri sökkt niður á fer-
tugu djúpi, og það ætti ekkjert, enn að því sje sona varið, þjóð inni
til skamm ar og til að mirða mentun hennar. Á þessu tímabili hefir
eíngin nítileg bók komið á gáng frá prentverkinu.
(Tómas Sæmunds son 1839:95)
Tómas bendir enn fremur á að árið 1837 hafi messu söngs bókin verið
prent uð í 4000 eintökum sem muni skila sér í 2000 ríkisdala gróða
fyrir út gáfuna sem mætti nota að mati Tómasar til að „koma eín hvurri
góðri bók á gáng“ (1839:96–97). En um messusöngs bókina segir Tómas
að hana þurfi að bæta „því hún er varla annað, enn frumvarp til messu-
saungs bókar, tekið saman á fáeínum árum, og eínmitt þeím, sem til þess
voru hvað verst löguð; það mátti ekki hætta við so búið … Til þessa var
nú ætlað, þegar við bætirinn kom við messu saungs bókina; síðan var hætt
að hafa af skipti af þessu eíns og öðru í mentunar framförum vorum“
(1839:106).