Són - 01.01.2014, Qupperneq 21
Baráttan fyrir skáldskapnum 19
Óþol eykst
Nú líður og bíður en um miðja öldina fer að bóla á að þolin mæðin sé
á þrotum. Árið 1847 kom út lítið rit þar sem nokkrir prestar og að-
stoðar prestar í Þórsnes þingi fjalla um ástand sálmakveðskapar á Íslandi
og leggja fram bæn um nýja messu söngs bók. Líklega stendur þar að baki
Pétur Pétursson, síðar biskup, sem stofnaði árið 1845 presta félag í Þórs-
nes þingi sem gaf út árrit þess í tvö ár.
Ársrit þetta lagði síðan upp laupana þegar Pétur flutt ist á braut (Þor-
valdur Thoroddsen 1908:35). Höfundar bænarinnar benda á í upphafi
greinar að miklar framfarir hafi orðið í norðurálfu sem nái ekki hvað
síst til sálmanna: „Það er því ekki von til, að nokkur þjóð uni nú við
þær sálma bækur, sem komu á gáng um seinustu aldamót; þær voru ekki
annað enn lík saungur liðinnar aldar.“ Bænar höfundar fjalla um sálma-
bókina frá 1801 og benda á að hún hafi heppnast illa; verið of stutt,
gömlu sálmunum hafi verið „illa og óheppilega breytt“, fáir frum kveðnir
sálmar „og í mörgum sálmum er skáld skapurinn svo óvið feldinn og
styrður, að tilfinníngarnar eru orðnar brotnar og brenglaðar, þegar þær
loksins koma í ljós …“ (Bæn … 1847:50–51). Þannig er kjarninn í bæn
þeirra Þórsnespresta:
Eptirlánganin eptir nýrri, fullkomnari og betri messusaungsbók er
því orðin svo innileg og almenn … að vèr treystumst til, að bera þá
bæn upp, ekki einúngis í voru, heldur og ótal annarra nafni, að vor
heiðr aði Byskup vilji gángast fyrir því, að nú þegar verði farið að yrkja
upp á nýan stofn, og safna sálmum til nýrrar messusaungs bókar. Í því
skyni dyrfumst vèr að biðja hann að rita öllum próföstum á landinu, og
bjóða þeim að safna nýum sálmum frá hinum betstu skáldum í hverju
prófasts dæmi, og senda þá nefnd manna er Byskupinum þóknaðist að
setja, til þess bæði að dæma um þessa sálma, og eins það, hverjir eldri
sálmar skuli takast í þá hina nýu sálmabók.
(1847:51)
Höfundar bænarinnar minna og á að margir sálmar úr Leirgerði og eldri
sálma bókum séu vel hæfir „með lítilfjörlegum breytíngum“.2
2 Aðstandendum þessa rits er mikið niðri fyrir og hafa fleira í huga en framfarir í
sálmakveðskap. Í fyrra ritinu, árið 1846, fjalla þeir meðal annars um félagsskap og samtök
presta, ofdrykkju og í löngu máli um sálmasönginn í kirkjum landsins sem þeim þykir
lítt sæmandi (Um saung í kirkjum 1846:33–48).