Són - 01.01.2014, Page 23
Baráttan fyrir skáldskapnum 21
Vér trúum allir á einn Guð;
er hans verk himin og jørdin;
ástríkur Fadir er vor Gud;
ætt hans manneskjan er ordin.
Hann vill oss vort uppheldi veita,
vel ad sál og lífi gæta;
ei lætur ólucku rata,
engum voda megum því mæta.
A hann vér setjum von og traust,
því vís hann er, máttugur, gódur endalaust.
Greinarhöfundur birtir réttan bragarhátt þessa sálms (1851:151):
v / – V / – V / – V / –
/ – V / – V / – V / – V
v / – V / – V / – V / –
/ – V / – V / – V / – V
/ – V / – V / – V / – V
/ – V / – V / – V / – V
/ – V / – V / – V / – V
/ – V / – V / – V / – V
v / – V / – V / – V / –
v / – V / – V / – V / –
Greinarhöfundur fjallar síðan um texta og brag og tekur hverja hendingu
fyrir sig. Fyrsta lína er rétt kveðin að hans mati, önnur lína ekki af því að
er fær ranglega áherslu og framburður á himinn afbakast þar sem áherslan
lendir á seinna atkvæði. Þriðja lína er illa til fundin þar sem áherslan á
ástríkur fellur á „aðra samstöfu, og meiðir slíkt ávallt tilfinn íng una“.
Hins vegar vekur furðu að höfund ur telur fjórðu línu rétta, þrátt fyrir
rímið jörðin / orðin. Fimmta línan er röng þar sem einu atkvæði er of-
auk ið auk þess sem áherslur eru rangar. Höfundur furðar sig á að þessari
hend ingu var breytt með sviplegum afleiðingum; grallarinn hafði línuna
svo: „Daglegt brauð hann vill oss veita“, sem náttúr lega hljómar betur.
Sjötta lína er rétt en sjöunda röng þar sem áhersla er röng bæði á orðin
lætur og ólukku. Áttunda hending er einu atkvæði of löng en níunda
„óaðfinnan leg“ segir höfundur og þar hefur honum skotist illa. Tíunda
línan „tekur steininn úr; hún hefur hjer sex liði í staðinn fyrir fjóra, 12
at kvæði í staðinn fyrir 8, og getum vjer ekki annað en haldið, að þessi
sálm ur … sje ætlaður til að verða lesinn upp, en aldrei til að sýngja hann
með hinu gamla góða lagi…“ (1851:151–152).