Són - 01.01.2014, Page 27
Baráttan fyrir skáldskapnum 25
Að lokum óskar höfundur þess að hin nýja nefnd vinni vel og taki marga
þá gömlu sálma sem ekki fengu inni í aldamóta bókinni með í hina nýju
og færi í snyrtilegri búning sem þurfi engan að hneyksla. Eins skuli farið
með nýja sálma þótt einhver „þverhöfði“ taki nærri sér að sjá eftir skáld-
skaparlýtum sínum (1861a:46).
Strax í næsta tölublaði Íslendings er ljóst að greinar höfundi hefur orð-
ið að ósk sinni; hann er kominn með próförk í hendur:
En hjerna um daginn barst mjer blað nokkurt – jeg trúi prentarar
kalli það próförk – utan um bœkur úr prent smiðjunni, og fann jeg á
blað inu fyrst og fremst hinn ágæta trúar játningar-sálm Lúthers vors:
»Vjer trúum allir á einn guð«, og varð frá mjer numinn af gleði yfir
skáld skapar með ferðinni á honum; hún er þannig, að þegar hann er
lesinn með þeim fram burði, sem bragar hátturinn krefur, þá er sá
lestur rjett eins og mein ingin mundi heimta hann í óbund inni rœðu,
það er að segja: hin kveð skapar lega áherzla á honum frá upp hafi til
enda er alveg, eins og hún mundi verða á hverju atriðis orði í óbund-
inni rœðu. Þökk hafi sá, er með höndlað hefur þennan sálm! jeg gleð
mig í þeirri von, að hann hafi lagað fleiri.
((Aðsent) 1861b:50)
Nú hafa þau tíðindi orðið að fyrsta erindi fyrsta sálms sálmabókar innar
hefur verið breytt. Stefán Thorarensen hefur tekið mark á gagnrýn inni
í Lanz tíðindum sem greint var frá hér að framan og breytt sálm in um.
Hér birtast báðar gerð irn ar, hin gamla og hin nýja. Vinstra megin er
1801-gerð Magnúsar Stephen sen (Evangelisk … 1801:1), til hægri breyt-
ing Stefáns ((Aðsent) 1861b:51):
1801 1861
Vér trúum allir á einn Gud; Vjer allir trúum á einn guð,
er hans verk himin og jørdin; Alheimsskaparann vorn drottin;
ástríkur Fadir er vor Gud; Að föður sig oss gaf vor guð;
ætt hans manneskjan er ordin. Gleðin barna’ er af því sprottin;
Hann vill oss vort uppheldi veita, Lífi’ og sál hann gefur gætur,
vel ad sál og lífi gæta; Gefur daglegt brauð og lætur
ei lætur ólucku rata, Enga sorg nje eymd oss buga,
engum voda megum því mæta. Eflir hann vorn krapt og huga.
A hann vér setjum von og traust, Með trú og von vjer tignum hann
því vís hann er, máttugur, gódur Hinn trúa, er aldrei bregðast kann.
endalaust.