Són - 01.01.2014, Side 28
26 Þórður Helgason
Greinarhöfundur merkir með svörtu öll áhersluatkvæði utan rímatkvæði
en annað letur (hér ská letur) á „rýrari“ áherslur. Greinarhöfundur sýnir
í þessu dæmi að breytinga er þörf og að þær í höndum bragfærra manna
eru mögu legar. Í dæmi hans gengur allt upp. Bragar háttur er réttur,
áherslur réttar, rímið stórum betra og söngur sálmsins án vand ræða.
Greinar höfundur er að vonum ánægður með fram farir þessa sálms og
til kynnir nú að með þessum hætti ætli hann að fara yfir alla sálmana!!
Af því mjer, eins og sjá má af hinu fyrirfarandi, þykir það œrið áríð-
andi, að sem mest verði vandað til kveðskaparins á sálma bókinni, ætla
jeg mjer með athygli að fara yfir hvern sálm í safni því, sem byrjað
er að prenta, og mun jeg ekki hlífast við, að setja út á það, sem að-
finningar vert er við kveð skapinn, því jeg hef þegar af próf arki því,
sem í hendur mínar hefur komizt, fengið illan grun á, að ekki muni
verða eins snoturlega frá öllu gengið, eins og frá fyrsta sálm inum.
(1861b:51)
Eftir að hafa farið yfir fyrsta sálminn og glaðst fellir hann þann dóm yfir
öðrum sálmi að hann sé lýtalaus í formi, en „andríki finnst mjer í hon-
um lítið“. Heldur dregur síðan niður í dómaranum er kemur að þriðja
sálmi bókarinnar. Sá er fimm erindi þar sem fyrstu línur hinna þriggja
fyrstu eru staðfesting á gæðum guðs í fortíð, nútíð og framtíð: „Allt
gjørdi minn gud vid mig vel,“ – „Allt gjørir minn gud vid mig vel, –
„Allt mun gud gjøra vid mig vel,“ (Nýr Viðbætir …:2 – 4). Þetta líkar
greinar höfundi illa:
á honum eru aptur kveðskaparlýti, sem ekki geta staðizt með rjett um
framburði meiningarinnar, og það einmitt á þeirri málsgrein, sem
verst gegnir, með því í henni liggur aðalinntakið í sálminum, eða sú
hugsun, sem hann á að skýra, sú tilfinning, sem hann á að vekja, lífga
og innrœta; það er fyrsta hendingin í 1., 2. og 3. v.
1, Allt gjörði minn guð við mig vel
2, Allt gjörir minn guð við mig vel
3, Allt mun guð gjöra við mig vel
hjer koma kveðskapar áherzlurnar rjett eins og með ásettu ráði á þau
orð, sem eptir rjettum fram burðar reglum enga áherzlu eiga að hafa,
en aptur á móti þau orðin, »allt« og »guð«, koma á hina rýr ustu
hendingar stuðla; þetta eru samt orðin, sem áttu að standa á áherzlu-
samstöfum hendingarinnar …
(1861b:51–52)