Són - 01.01.2014, Page 29
Baráttan fyrir skáldskapnum 27
Greinarhöfundur stingur upp á breytingunum
1, Minn guð við mig vel gjörði allt
2, Minn guð við mig vel gjörir allt
3, Minn guð mun allt mjer gjöra vel.
Í næstu greinum sínum í blaðinu ((Aðsent) 1861:78–80, 109–110 og
1862:167–168, 174) heldur hinn bragvísi höfundur áfram umbóta starfi
sínu og fer vand lega yfir marga sálma og að vonum finnur hann afar
margt að. Málið tekur þó mjög að vandast er kemur að þjóðar dýrl-
ingnum Hall grími Péturs syni sem vissulega fékk ekki færi á að kynnast
hinum „nýja smekk“ skáld anna á 19. öld. Greinar höfundur ákveður þó að
hlífa engum þótt ljóst sé að hann gengur nauðugur til verksins:
Jafnvel þó enginn geti haft innilegri virðingar- og þakklætis-tilfinn-
ingu en jeg við góð skáldið H. Pjetursson, fyrir hjartnæmi hans og
anda gipt, vil jeg þó engan veginn hlífa honum við þeim vít um, sem
hann opt og einatt á skilið fyrir hirðu laus legan frá gang sinn á bragn-
um.
((Aðsent) 1862:167)
Bendir höfundur síðan á nokkur dæmi þess að ekki veitti af að hressa
upp á sálma Hallgríms.
Í heild kemst höfundur að þeirri niðurstöðu í lok þessa langa greina-
flokks að viðbætirinn sé „allvíðast ekki boðlegur guðsþjónustu gjörð inni,
hvorki í kirkjum nje heimahúsum“ (1862:167).
Viðbrögð
Það hlaut að koma að því að einhver ábyrgur fyrir útgáfu sálmanna árið
1861 reyndi að svara fyrir sig og nú kom að því. Stefán Thorarensen birti
skömmu eftir áfellisdóminn í Íslendingi gríðarlanga grein í sama blaði
þar sem hann gerir tilraun til að bera til baka ávirð ingar hins víg reifa
um bóta sinna. Stefán hneykslast á því að höfundur hafi fyrst og fremst
snúið sér að sálma bókar nefndinni og atyrt hana fyrir slæleg vinnu brögð
en ekki höfund unum sjálfum sem þó hefði verið eðlilegra.
Stefán, sem skrifar undir felu stöfunum h – i, viður kennir að sitthvað
sé athuga vert við sálmana í við bætinum en álítur þá samt alveg boð-
lega, enda telur hann að sálmar þurfi fyrst og fremst að vera „sannar lega
kristi legir og guðræki legir“ og í annan stað „að þeir sjeu svo vel kveðnir,