Són - 01.01.2014, Side 35
Baráttan fyrir skáldskapnum 33
og biskup inn hefur mælt með inn leiðingu hennar sem fyrst í stað hinnar
gömlu og því er um ræddur prestur í nokkrum vanda. Bókin er greini lega
mein lega gölluð og auk þess afar dýr. Prestur velkist þannig í vafa um
hvort hann eigi að leggja það að sóknar börnum sínum að kaupa þetta rit.
Í lok árs 1871 segir í aðsendri grein í Þjóðólfi frá því að um fátt tali
menn meira í Reykjavík
en það tvent: 1. söluna á sætunum í dómkirkjunni [hugmyndin var
að leigja út lokuðu sætin fremst í dómkirkjunni] og 2. til kynn ingu
dóm kirkju prestsins af stólnum til safnaðar ins 29. Okt. þ. á., að frá
byrjun hins nýa kirkju árs verði hin nýa sálma bók við höfð til messu-
söngs í dómkirkjunni. Þetta tvent má nú heita »Dagens Thema« , eins
og Danir segja, eðr efst á blaði; og hin fyrstu orð, er einn Reykvík-
ingrinn ávarpar annan með um þessa daga, er þeir hittast, munu vera
»Hvernig lízt þèr á söluna á kirkju stól unum«? og »Ertu búinn að
kaupa nýu sálma bókina«? En endirinn á sam talinu mun opt ast og hjá
flestum verða sá, að þetta sè þær ný breyt ingar sem engum þykir til
fagn aðar horfa.
((Aðsent) 1871:26)
Fram kemur í greininni að bókin þyki dýr og hún heldur óhrjáleg í út liti,
auk þess sem Stefán Thorarensen, megin höfundur hennar, hefur sýnt
fram á að mein legir gallar séu á inni haldi hennar. Þannig lýkur höf undur
máli sínu:
Vilið þèr hafa fleiri galla, góðir bræðr, á almennustu guðsorða bókum
yðar? Oss þykir nóg komið og gæti þó verið að fleira mætti finna
ef vel væri leitað; en hitt furðar oss næsta mjög, að stiptsyfirvöldin,
yfirstjórn endr prent smiðjunnar, skuli geta þolað, að sú minkun gangi
yfir þau og prent smiðju landsins, að nokkur bók með slíkum frágangi,
og það sú sálma bók, sem ætlazt er til að höfð verði til daglegrar guð-
ræknis iðk unar af öllum lands búum, bæði í kirkjum og heima húsum,
skuli vera höfð á boð stólum fyrir hönd lands prent smiðjunnar; og eins
ótrúlegt er að biskup landsins skuli skylda söfnuðina til að nota slíka
bók; slíkt er víst eig[i] vanhugsað.
(Um sölu á sætum … 1872:37)
Miklu viðameiri en grein Björns Halldórssonar er grein Gunnars
Gunnars sonar sem birtist í Norðan fara nokkrum mánuðum á eftir grein
Björns. Hann lýsir yfir miklum von brigðum með bókina. Gunnar kennir
Stefáni Thorarensen um ófarirnar en fer samt vægilega með hann, jafn-
framt því sem hann telur varnar rit Stefáns frum hlaup sem aldrei hefði
átt að fara af stað: