Són - 01.01.2014, Qupperneq 36
34 Þórður Helgason
Þessi merkisprestur hefir að vísu óneitanlega mikið aðgjört, sýnt bezta
vilja, mikinn dugnað og talsverða hæfilegleika; hann hefir leitað uppi
margar gersemar úr eldra guðsorði og tínt víða gull úr grjóti, og fyrir
þetta á hann skilið að fá þökk og heiður. En sumpart af því að gáfa
hans hefir ekki hrokkið til hlítar, sumpart af því að honum einum var
svo stórt verk ofvaxið, og ef til vill af enn einni orsök hefir samt verkið
orðið stórgallað hjá síra Stefáni vorum.
(Gunnar Gunnarsson 1872:87)
Gunnar telur galla sálmabókarinnar bæði marga og mikla. „Væru það að
eins smá gallar, þá hefði það verið mjög rangt að hreifa við máli þessu;
en meinið er: Það eru stór gallar, sem blasa við seint og snemma í bók-
inni…“ (1872:87). Gunnar telur síðan upp þær afsakanir eða þau mót mæli
í fjórum liðum sem hreyft hefur verið gegn nýrri endur skoðun bókar-
innar: Í henni eru einungis smá gallar, að ekki megi hreyfa við neinu svo
að andinn og guðræknin fari forgörðum, enn yrðu gallar fundnir þótt
endur skoðað yrði, engir menn eru til þess hæfir á landinu að endur skoða
sálmana (1872:87).
Allt þetta hrekur Gunnar lið fyrir lið. Göllunum skiptir Gunnar í
þrjá flokka, efnisgalla, málgalla og bragargalla og segir sína skoðun að ef
„mikið kveður að ein hverjum, þó ekki sje nema einum, þessara galla í
ein hverjum sálmi, þá leyfi jeg mjer að kalla þann sálm stórgallaðan“.
Hver getur gjört lítið úr efnis lýtum á sálmum eða ræðum, hvort sem
það svo er röng meining, óljós meining, kjarnalaus meining, mót-
sögn, smekk leysa eða því um líkt? Hver getur mælt bót mál villum,
hvort sem það eru mál skrípi útlend eða innlend, röng beyging, röng
orða skipun eða annað þess háttar? Hver smekk maður getur látið sjer
til hlýtar lynda þann sálm, sem fullur er af brag lýtum, hvort sem það
svo er röng áherzla, of fá eða of mörg atkvæði, skakkt rímað í enda
hending anna eða skakkt settir höfuð stafir (ljóðstafir, hljóðstafir)?
Mig furðar, ef heldri menn þjóðar innar una því lengur, að eiga þá
messu söngs bók, þar sem meiri hluti sálmanna hefur þessa galla, meiri
eða minna, til brunns að bera.
(1872:87)
Gunnar lætur ekki hér við sitja heldur birtir í greininni ellefu „REGLUR
fyr ir endur skoðun sálma bókarinnar“ sem hann hefur samið með nokkr-
um öðrum mönnum, sem ekki eru nafng reindir, til að fara eftir við nýja
endur skoðun sem hann sér fyrir að muni fara fram innan tíðar. Hann
leggur þar til að „and ríkustu og orð högustu menn þjóðar innar“ komi
að því verki (1872:88). Ljóst er að hér hefur myndast eins konar hreyf-