Són - 01.01.2014, Síða 38
36 Þórður Helgason
óþrjótandi, þá kýs samt almenningur heldur að hafa þá óbreytta, en
að úr þeim sje gjört snildar verk … Meiningin er auðsján lega sú, að
söfnuð irnir eða alþýðan hafi mjög litla fegurðar til finn ingu.
(Austfirðingur 1873:83)
Austfirðingur neitar því ekki að alþýðan sé fastheldin og vanaföst en sé
vissulega móttækileg fyrir breytingum enda „skynsöm, þó hún sje vana-
föst“ (1873:83).
Í stuttri grein í Víkverja árið 1874 er lýst nokkurri furðu á því að sá
sem bók inni var kunnugastur [Stefán Thorarensen], hafi þegar eftir út-
komu hennar spillt mikið fyrir henni „með hvatlegum útásetn ingum
og miðr virðulegum orða tiltækjum“. Höfundur tekur þó undir það að
bókin sé mein gölluð þótt hún sé betri en sú sem fyrir var og gerir það
að til lögu sinni að þegar hún verður prentuð að nýju verði „útrýmt úr
henni inum daufustu sálmum alda móta bókar innar og aðrir betri settir
í stað inn“ auk þess sem lagt er til að „inar meistara legu sálma-þýð ingar
Sira Helga Hálfdánar sonar“ komi í stað „inna alt of aum legu“ þýð inga
(Nýja sálmabókin 1874:61).
Árið 1871, sama ár og sálma bókin kemur út, skrifar Matthías Jochums-
son vini sínum og skólabróður, Jóni Bjarnasyni sem nú var orðinn prest-
ur í Vestur heimi, bréf og ber sig illa: „Mikið er að athuga við það bless-
aða verk. »Enginn setji nýja (og þó ónýta) bót á gamalt fat, né nýtt vín á
gamla belgi«. Þeir jambar, þeir jambar. Drottinn minn … en vilji mað ur
fram farir, má maður ekki taka allt sem góða vöru, sem kemur frá tím ans
autorí tetum … Ég gjöri líklega nokkrar athugasemdir við víkj andi bók-
inni“ (Matthías Jochumsson 1935:217).
Það vekur einnig athygli að þessi umræða um hina nýju sálma bók hafi
orðið Matthíasi hvatn ing til að yrkja sálma. Þannig skrifar hann í bréfi
til séra Þorkels Bjarnasonar á Mosfelli árið 1873: „Jeg hamast í há fleyg-
um ham förum þessa daga. Þú skyldir heyra sálma, sem strax skulu gjöra
þig skamm rjóðan yfir því að þú ekki fyrir löngu hefur fallið fram og til-
beðið – skóinn minn!“ (Matthías Jochumsson 1969:186). Harla líklegt er
að Matt hías sé um þessar mundir kominn í sam band við þá sem nú vilja
láta sverfa til stáls í baráttunni fyrir nýrri sálma bók.
Matthías lætur þó opinbera umræðu bíða eftir sér fram til ársins 1878
er hann ritar um málið í Þjóð ólf. Hann tekur það fram að „[ý]msir fram-
fara vinir“ hafi oftar en einu sinni leitað til hans og óskað eftir að hann
hreyfði „því máli í Þjóðólfi, hvort kirkju- og kenni vald landsins gjörði
rètt í því að láta sálma bók vora sitja við þá endurbót sem hún síðast