Són - 01.01.2014, Qupperneq 40
38 Þórður Helgason
Þessa hugmynd segir Matthías ekki komna frá sér, heldur Gunnari
Gunnars syni. Að vísu eignar hann sjálfum sér þessa uppá stungu síðar en
ljóst er að fleiri höfðu sama í huga.
Nú líða þrír dagar. Þá birtist í Þjóðólfi bréf frá Pétri Péturssyni biskupi
þess efnis, að hann hafi aldrei litið svo á að hin nýja sálmabók staðfesti
að verki að betri bók væri lokið „og að sálma bókin væri nú svo úr garði
gjörð eins og bezt yrði. Þvert á móti hefi eg skoðað þetta verk sem
bráðabyrgðar-endur bót, og haldið, að endurbótin gæti orðið enn full-
komnari, ef beztu sálmaskáld landsins legðust á eitt í því efni.“ Biskup
lýsir því og yfir að hann hafi þegar beint því til Einars Þórðarsonar út gef-
anda sálma bókar innar að prenta ekki fleiri eintök hennar að svo stöddu
(P[jetur] Pjetursson 1878:41).
Birni Halldórssyni skrifar biskup eftirfarandi:
Þótt ég ætli, að það sé almennt viðurkennt, að messusöng bók vor hafi
tekið miklum bótum við endur skoðunina seinast [1871] … varð þó
ekki með sann girni ætlast til, að þessi endur skoðun yrði sú fullnaðar-
bók, sem aldrei þyrfti frekari aðgjörða við, bæði þegar litið er til hins
stutta undir búnings tíma, og til hins, að þetta yfirgripsmikla vanda-
verk hvíldi að mestu leyti á einum manni, sem þar að auki hafði
öðrum em bættis störfum að gegna.
(Sjá Sigurjón Guðjónsson 1989:189)
Biskup hefur hér fullráðið við sig hver séu beztu skáld landsins eins
og kemur fram í bréfi hans í Þjóðólfi sem stílað er til Matthíasar: „Þèr
[Matt hías Jochumsson], Steingrímur skólakennari Thorsteinson, sira
Helgi Hálf dánar son, sira Stefán Thoraren sen, sira Valdimar Briem í
Hrepp hólum, prófastur sira Björn Halldórs son í Laufási, og sira Páll
Jóns son á Völlum“ (1878:41): Að vísu kemur fram í minn ingum Matt-
híasar, Sögukaflar af sjálfum mér, að hann hafi að beiðni Péturs gert til-
lögu um skáld í nefndina sem kann að vera misminni enda telur hann í
sömu efnisgrein að sálmabókin hafi komið út 1884 í stað 1886 (Matthías
Jochumsson 1959:177).
Þessi nefnd tók nú til starfa og var gjarna kölluð sjöskálda nefndin.
Fram kemur í næsta tölublaði Þjóðólfs að nefndinni sé ætlað „að bæta
sálma bókina nýjum og góðum sálmum, kveða upp aptur suma af hinum
eldri sálmum, sem eru útlagðir og menn vildu halda, og, ef til vill, breyta
flokka skipuninni“ (Sálmabókin 1878:46). For maður nefndar innar var
kjörinn Helgi Hálfdánar son, en Steingrímur Thorsteinsson ritari. Sam-
starf nefndarinnar fór að mestu fram bréflega.