Són - 01.01.2014, Side 42
40 Þórður Helgason
en þetta litla kver, en það er aptur efa laust, að ekkert sálma safn hefur
áður komið út á íslenzku, er haft hafi eins fáa galla og eins margt til
ágæt is síns eins og sálmar þessir. Þeir eru að því leyti líkir hinum
beztu sálm um vorum t. a. m. Hall gríms Pjeturs sonar, að í þeim felst
hinn hrein asti kristindómur, hjartnæmi og fagrar hugsanir, en þeir
hafa það aptur fram yfir öll önnur íslenzk sálmasöfn, að þeir eru allir
nálega undan tekningar laust, framúr skarandi liðugt kveðnir, og lausir
við öll braglýti og rím galla, sem svo mjög úir og grúir af í flestum
eldri sálmum vorum, og sem hafa að sínu leyti átt nokkurn þátt í að
halda alþýðu fastri í fjötrum spilltr ar og rangrar tilfinningar fyrir allri
skáldlegri fegurð.
(α 1873:2)
Í sama streng tekur sá sem fjallar um verk Helga í Víkverja:
Inn íslenski höfundr virðist oss hafa leyst sitt starf prýði lega af hendi;
sálmarnir eru vel valdir, þýð ingin hrein og fögr í smekk legu og mál-
legu tilliti … Það er furða, hve heppilega höfund inum hefir tek ist að
klæða suma ina vand þýdd ustu sálma í ís lenskan hjúp… – og það án
þess að þýðingin yrði stirð eða þvinguð.
(Nýkomin rit 1873:58)
Valdimar Briem lætur og til sín taka um bók Helga í Fréttum frá Íslandi
sem hann rit stýrði og skrifaði allt efni í: „Þýðingin er einkar vönduð og
samin með frábærri snilld og andríki … og þykir hvervetna meðal hins
feg ursta og ágætasta í þeirri grein, er samið hefur verið á íslenzka tungu“
(Valdimar Briem 1873:29).
Þannig sýnir Helgi Hálfdánar son svart á hvítu að sálma má kveða eftir
góðum og gildum reglum rétt eins og önnur ljóð. Sálmar hans í þessari
bók brjóta að því leyti blað.
Ef til vill sýndi sálma safn Helga að einhvers góðs var að vænta er
sjöskáldanefndin lyki störfum.
Ný sálmabók verður til
Allir tilnefndir nefndarmann játuðust undir verkið og samstarfið hófst
árið 1878. Sjö skálda nefndin setti sér ákveðnar reglur til að fara eftir og
voru þær greini lega sniðnar eftir reglunum sem Gunnar Gunnars son
birti í fyrrnefndri grein sinni um sálmabókina 1871.
Í reglum nefndar innar skipti mestu máli að nú skyldi endanlega sagt
skilið við endurbætur gamalla bóka sem ekki skyldu nú verða lagðar
til grundvallar (sjá Jón Helgason 1926:46). Í sextándu reglu er tekið á
lögmálum bragfræðinnar: