Són - 01.01.2014, Page 43
Baráttan fyrir skáldskapnum 41
Engan nýkveðinn eða nýþýddan sálm skal taka, ef þar er eigi fylgt
þeim reglum sem rétt »metrík« og »prosodía« setja, þannig að gætt
sé bæði að atkvæða-áherzlu og efnis-áherzlu […] orðanna, ljóðstafir
(stuðlar og höfuð stafir) rétt settir og aldrei (eða sem sjaldnast) látnir
lenda á öðrum en áherzlu-atkvæðum, atkvæði hverrar hendingar
hvorki fleiri né færri en vera ber og hvergi skothent þar sem saman á
að ríma.
(Sjá Jón Helgason 1926:47)
Ljóst er af þessu að hinir gömlu sálmar njóta friðhelgi að ein hverju
leyti en líklega hefur þeim nefndar mönnum verið Hall grímur Péturs son
efstur í huga er reglan er sett. Auk þess vekur athygli það sem innan
sviga stendur „eða sem sjaldnast“ og bendir til að stundum hafi nefndar-
mönn um þótt nauðsyn að brjóta lög.
Svo sem fram hefur komið hittust nefndarmenn sjaldan en skrifuðust
á. Árið 1884 var starfinu að mestu lokið og var þeim Helga og Stefáni
falið að sjá um útgáfuna enda unnu þeir framgangi verksins mest gagn.
Stein grímur var að því er virðist ekki áhugasamur, Páll var forfall að ur
að mestu af ýmsum ástæðum og Matthías með hálfan huga við verkið.
Valdi mar Briem vann hins vegar að bók inni af lífi og sál, dæmir verk
hinna nefndar mann anna og kemur með gagnlegar tillögur til breyt inga,
leggur til dæmis til í bréfi til Helga 22. maí 1885 að Heims um ból fái
hvíldina en Blessuð jól Matthíasar fái inni. Ekki fékk sú tillaga sam-
þykki (Lbs. 2837 4to). Hins vegar er ljóst að snemma þykir honum Helgi
vera full afskipta samur um sálma og þýðingar sem hann sendir inn, svo
mjög að hann segist í bréfi til Helga árið 1880 vart geta sett nafn sitt
undir þær (Lbs. 2837 4to).3
Matthías skilaði sálmum sínum seint og aðeins er varðveitt frá hon-
um eitt bréf til Helga. Matthías er ekki sáttur við þá Helga og Stefán
og kvartar undan því að sálmar hans njóti ekki fulltingis þeirra; þeim
sé vísað frá eða breytt (Jón Helgason 1926:58-59). Matthías var um
þetta leyti kominn í allmikla andstöðu við kenningar kirkjunnar og
hon um ofbýður vald Helga eins og fram kemur í bréfi sem hann ritar
til Eggerts Briem árið 1875 þar sem hann segir: „Theo logían hér er
= H[elgi] H[álfdánarson] og nú er nóg sagt“ (Matthías Jochums son
1935:166). Í bréfi til Jóns Bjarnasonar, eftir að sálma bókin nýja var komin
út, kemur fram að Matt híasi finnst sem Helgi og Stefán hafi ráðið öllu.
3 Bréf Valdimars hefur ekki varðveist en þetta kemur fram í bréfi Helga til hans, dags.
16. apríl 1880.