Són - 01.01.2014, Qupperneq 48
46 Þórður Helgason
góssi sem hinir eldri ólust upp við og kunnu, þótt honum sé ljóst „að
sumir af sálmum þessum eru stór-gallaðir í rímlegu og mállegu tilliti,
og eins hitt að sumir þeirra eru ekkert sérlega andríkir. En þeir eru allir
kristilegir í anda“ (1886:138).
Niðurstaða Jóns um sálmaskáldskap almennt er þessi og ekki ný af
nálinni:
Af því, sem hér er sagt um sálmabókina, má sjá, að vér leggjum ekki
aðal áherzluna á það, sem fyrir mörgum virðist aðal atriðið, að sálmar
sé lausir við mál villur og rímgalla og áherzlu skekkjur. Það er mikils-
virði þetta, en ekki það, sem mest á ríðr. Hefði sálmabókin ekki haft
aðra yfir burði fram yfir hinar eldri sálma bœkr vorar en þann, að þessir
gallar voru teknir burt … þá hefðum vér sagt, að í kristilegu tilliti
hefði lítið verið unnið.
(1886:141–142)
En Jón Bjarnason kemst þó að því að hin nýja bók bjóði upp á annað
og meira en lipurð í meðförum bragsins: „Það er meira af kristilegu
evan gelíi en áðr í bókinni. Það er meira þar en áðr af upp lyftanda anda“
(1886:142).
Dómur Gests Pálssonar í Suðra sker sig úr. Að mati hans er ytri frá-
gangur bókarinnar harla bágborinn og verð hennar allt of hátt. Gestur
gefur í lokin söfnuðunum heilræði: „Kaupið ekki sálma bókina hjá hon
um Sigfúsi fyr en hún verður ódýrari“ (G[estur] P[álsson]1886:111). Um
„innri frágang bókar innar“ vill Gestur ekki tala í þessum dómi en í næsta
tölu blaði greinir hann frá safnaðar fundi í Reykjavík um sálma bókina
þar sem tvær fylkingar tókust á um hana en fjallar ekkert um verkið
(1886:114‒115). Sálmar eru ekki að skapi raunsæismannsins.
Í Kristnisögu Íslands eftir Jón Helgason fer höfundur fögrum orð um
um sálma bókina nýju. Hann gefur öllum höfundum verksins og þýð-
end um ágætiseinkunn, besta þó Matthíasi. Um Valdimar segir hann:
Þær vonir, sem menn höfðu gert sér til hans um framlög til hinnar
nýju bókar, urðu sér sízt til skammar. Má jafnvel segja, að sálmar
hans í bókinni vektu hvað mesta eftirtekt, og að mest væri um þá
talað. Að sönnu vissu menn áður, að hann var skáldmæltur vel, en nú
upp götvuðu menn, að kirkja vor hafði eignast meira og mikil hæfara
sálma skáld, þar sem hann var, en menn almennt hafði órað fyrir.
(Jón Helgason 1927:338)