Són - 01.01.2014, Qupperneq 50
48 Þórður Helgason
Eigi að síður er jeg dálítið kvæðalega sinnaður enn, ef svo má segja;
það er að segja: jeg legg meiri áherzlu á það en þú, að taka hið fagra
í þjón ustu kirkjunnar, eigi að eins að hinu ytra formi, heldur líka að
anda og stefnu. Fyrir utan það, að þessi skoðun byggist að nokkru
leyti á mínu individualiteti, þá finnst mjer þess beinlínis þörf aldar-
andans vegna; því þó ekki megi fara oflangt í því að fylgja honum, þá
má þó ekki ganga fram hjá honum; hann er ekki að minni meiningu
bein línis „kirke fjendsk“, nema hjá lærðu mönnunum sumum, helzt í
Reykja vík, heldur daufur, slappur, indolent, óinteresseraður fyrir öllu
and legu; því þarf meðfram eitthvað nýtt element til að vekja hann, ef
hægt væri, og í sálmunum finnst mjer verða að kalla æsthetik ina til
hjálpar.
(Lbs. 2837 4to)
Björn Halldórsson fór ekki í felur með það álit sitt að Valdimar þyrfti
að hafa betra taum hald á Pegasusi í þeim sálmum sem hann sendi inn
„þannig að höfuð til gangur sálmanna lenti ekki í skugganum af þarf-
litlum um búðum“ (sjá Bolli Gústavsson 1994:37).
Þegar sálmabókin var komin út má sjá hið sama viðhorf í ýmsum um-
mælum um hana. Sá sem fjallaði afar lofsamlega um verkið í auka blaði
Þjóð ólfs hneykslast mjög á dómi Einars Hjörleifssonar í Heims kringlu,
sem áður er getið, einkum fyrir það að líta á sálma sem eiginleg ljóð:
Hann leggur því sama mælikvarða á sálma, sem hvern annan skáldskap;
en í því fer hann að mínu áliti vilt; í fyrsta lagi er ég ekki viss um, að
ég geti verið honum samdóma um kröfur þær, sem hann virðist gjöra
til ljóð mæla yfir höfuð, að þau verði að vera auðug að hug myndum,
til þess að verð skulda að heita skáld skapur. Sum ljóð verða vita skuld
einkum að skáldskap sakir hugmynda sinna; en stund um er það og
til finn ingin, sem gjörir ljóð að skáld skap … En svo er það sér stak lega
um þau ljóð mæli, sem eingöngu (eða einkanlega) eru ætluð til söngs,
að það er alls ekki nauðsynlegt, að þau sé í allra þrengsta skiln ingi
skáld skapur. Þau þurfa ekki, til að ná tilgangi sínum, að vera ann að en
búnings fögur, einföld og ljós birting þess í orðum, sem í sál unni býr.
(Sálmabókin nýja 1886:2)
Sams konar viðhorf má greina hjá J.J. sem þó hrósar sálmabókinni í
há stert svo sem komið hefur fram. Honum finnst sem hugsanlega hafi
list in tekið sér of mikil völd í bókinni: