Són - 01.01.2014, Page 52
50 Þórður Helgason
Páll Melsted gerir ekki upp á milli þeirra Matthíasar og Valdi mars í
saman burðinum við Hall grím Péturs son í bréfi til Matthíasar 23. mars
árið 1890:
Þið Séra Valdi mar eruð og verðið ódauðlegir fyrir sálmana ykkar.
Eg set ykkur tvo við hliðina á Hall grími Péturssyni, sinn til hvorrar
hand ar; en formfegri eruð þið en hann, eins og við er að búast. Eg
trúi ekki öðru en að Sálma bókin okkar, hin nýjasta, sé jafn snjöll
sálmab. annara þjóða.
(Bréf. Páll Melsted til Matthíasar Jochumssonar, 23. mars 1890)
Skömmu eftir útkomu sálmabókarinnar skrifar Matthías Jochumsson
Valdimari og er ánægður: „Eflaust verður henni vel tekið, og er það og
verður mest þér að þakka, því þínir sálmar bera eins af að gæðum eins
og að tölu. Ég þakka mér samt það, að bókin varð til, því ég setti málið
fyrst í fjöruga hreyfingu“ (Matthías Jochumsson 1935:375).4
Og nokkrum árum síðar, þegar reynsla er komin á bókina, ritar
Matthías Valdimari enn:
Hálfdauðar höfuðsóttarkindur stökkva upp og lofa Guð, þegar sálm-
arn ir þínir hljóma í kirkjunum. Þeir eru gullið í soranum, blika eins
í þessari bók í ruslinu eins og vers séra Hall gríms í Við bætinum. Þitt
and ríki er alveg eins og fenomen, því þó ég rifi mig í tómar tuskur,
gæti ég ekki ort þess konar ljóð.
(Matthías Jochumsson 1935:390–391)
Lokaorð
Löng barátta fyrir nýrri og góðri sálmabók var til lykta leidd. Skáld-
skapnum hafði verið opnuð leið inn í hofið gamla. Sálmar voru viður-
kenndir sem ljóðlist, höfundarnir sem skáld; boðskapurinn einn nægði
ekki. „Nýi smekkurinn“ hafði sigrað. Þar skipti tvennt mestu máli. Ann-
ars vegar sú fullvissa að tími flestra gömlu sálmanna væri liðinn og engin
leið væri að yrkja þá upp svo vel færi. Hitt, sem skipti líklega meira
máli, var að mönnum varð smám saman ljóst að skáldin í landinu, bestu
skáldin, yrðu að koma að verkinu; sálmar væru skáld skapur, svo sem
önnur ljóð.
4 Sigurjón Guðjónsson (1989:190) bendir á að ritari biskups, Magnús Andrésson, síðar
prestur og prófastur á Gilsbakka í Borgarfirði, hafi boðað erindið á undan Matthíasi
en Matthías kann að eiga við með þessum orðum sínum að hann hafi komið málinu á
raunverulegan skrið.