Són - 01.01.2014, Síða 59
nýjar skjálfHendur á 12. öld 57
þeirra sé afbrigðileg.4 Skjálfhendur hljómuðu ekki eðlilega. Nafnið er
dregið af því að sá sem bar þær fram hljómaði líkt og hann skylfi vegna
of kælingar (sjá lýsingu Snorra Sturlusonar í byrjun þriðja hluta). Svo
virðist sem einfaldir og tvöfaldir áherslu toppar hafi þótt vera eðlilegir
en of mikið hafi þótt að áherslutoppar væru þrefaldir, þ.e. að þrjú sterk
atkvæði stæðu saman.5
2 Skjálfhendar vísur á 12. öld
Rögnvaldur Kali var jarl í Orkneyjum, skáld og síðar dýrlingur. Hann
orti Hátta lykil um miðja 12. öld ásamt íslensku skáldi, Halli Þórarins-
syni, þar sem háttum skáldskapar var lýst með dæmum. Engar skýringar
fylgdu en Snorri Sturluson lýsti síðar mörgum háttanna í Hátta tali
Snorra-Eddu. Í Háttalykli er tvískelfd vísa með tveimur skjálf hendum
í hvorum vísu helmingi en ekkert dæmi er um venjulegar skjálf hendar
vísur sem Rögn valdur þekkti þó vel. Það sést á notkun þeirra í tveimur
gaman sögum í Orkneyinga sögu.
Í annarri sögunni er sagt frá því þegar Rögn valdur skoraði á Odda litla
Glúmsson að sýna færni sína í yrkingum. Oddi var íslenskt skáld sem
lítið er vitað um annað en að hann var í hópi nokkurra skálda sem fóru
með Rögn valdi og fleiri norskum höfðingjum til Jórsala og Mikla garðs
um miðja 12. öld. Laust mál er hér úr útgáfu Finn boga Guðmunds sonar
en vísur Rögn valds og Odda úr útgáfu Judith Jesch. Ég hef ská letrað hér
og annars staðar vísu orð sem eru skjálfhend.
Þat var um einn dag um jólin, at menn hugðu at tjǫldum. Þá mælti
jarl við Odda inn litla: „Gerðu vísu um athǫfn þess manns, er þar er á
tjaldinu, ok haf eigi síðarr lokit þinni vísu en ek minni. Haf ok engi
þau orð í þinni vísu, er ek hefi í minni vísu.“ Jarl kvað:
Lætr of ǫxl, sás útar,
aldrœnn, stendr á tjaldi,
sigFreyr Svǫlnis Vára
slíðrvǫnd ofan ríða.
4 Önnur ástæða til að hafa þær ekki af A-gerð er að þá myndu sumar þeirra brjóta gegn
einu af lögmálum Hans Kuhn (1933/1969:41) sem hann kallaði „Satzspartikelgesetz“.
5 Lýsing Finns Jónsonar (1892:48) á skjálfhendum og tvískelfdum hætti er þannig: „Ein-
kenni þessa háttar er það, að frumhending oddavísuorðanna stendur optast í næst fyrstu
sam stöfu, en stuðlarnir í fyrstu og þriðju; allar þrjár hafa því sterka áherzlu … allt þetta
kemur eins og einhverjum titring á vísuorðin og þar af er nafnið komið.“