Són - 01.01.2014, Page 62
60 Þorgeir sigurðsson
vegna borið stuðul. Hrynjandi þriðja vísuorðs verður þá SSSVSV eins og
í hefð bundnum skjálfhendum.
Í þessari gaman vísu hefur Rögnvaldur margfaldan áherslu topp í
skjálf hendu þar sem bókstaflega glamrar í tönnum. Sigurður Nordal
(1942:270) sagði um þessa vísu að þetta „er nærri súrreal istiskt“.8 Í öðrum
varð veittum dæmum um skjálf hendur eru aldrei tvö atkvæði í brag stöðu.
Það á bæði við um þær skjálf hendur sem hér eru taldar og skjálf hendur
í tví skelfdum hætti (þær eru um 150 talsins, nær allar í kvæðinu Rek-
stefju). Þetta er eðlilegt þar sem þre faldur áherslu toppur með þremur
sterkum atkvæðum einkenndi skjálfhendur og það hefði líklega spillt
jafn vægi sterku atkvæðanna ef tvö veik atkvæði hefðu komið í stað eins
þeirra. Í vísu Rögn valds er hinsvegar jafn vægi þar sem veik atkvæði eru í
öllum bragstöðum áherslutoppsins.
Á tólftu öld voru skjálf hendar vísur ekki aðeins ortar til gamans, þær
komu einnig á framfæri alvarlegum boðskap í tveimur helgi kvæðum,
Harmsól og Plácitus drápu. Harmsól var ort á seinni hluta tólftu
aldar af Gamla sem var kanóki í Ágústínusar klaustri í Þykkva bæ sem var
stofnað 1169 með Þor láki síðar helga sem fyrsta ábóta. Gamli predikar og
hvetur menn til iðrunar í kvæði sínu og iðrast sjálfur eigin synda. Eftir-
farandi er ellefta erindi:
Ókynnin gatk annan
optsinnis þar vinna
víga ljóss, es vissak,
veðr-Þrótt, á mik dróttinn.
Lítt bark ǫnn ok ótta,
undgjalfrs, fyr mér sjǫlfum,
grálinns geymirunna
glaðr þás dœmðak aðra.
(Harmsól 11, Attwood 2007:82)
Gamli segist hér hafa dæmt aðra fyrir það sem hann vissi sjálfan sig
sekan um og óttaðist þá ekkert. Nú iðrast Gamli og óttast sem er undir-
strikað með skjálfhendu í seinni helmingi. Þetta er tilvísun í fjallræðuna
8 Meðal fræðimanna sem nýlega hafa skrifað um þessa vísu eru Helgi Guðmundsson
(2002:84) sem sagði að atatata væri upphrópun í latínu og sýndi lærdóm Rögn valds
og Helgi Skúli Kjartansson (2009:256) sem bar þriðja vísuorðið saman við önnur löng
vísuorð í fornum kvæðum. Sjá einnig meistararitgerð Gunnars Skarphéðinssonar 2008
um lausavísur Rögnvalds og tilvísanir Judith Jesch (2009a:587).