Són - 01.01.2014, Page 63
nýjar skjálfHendur á 12. öld 61
í Mattheusar guðspjalli 7, 1–2 um að menn verði dæmdir eins og þeir
dæmdu sjálfir. Í kvæðinu eru aðeins tvær skjálfhendur, önnur er í þessari
vísu en hin er í vísu sem kemur undir lok kvæðisins eftir að Gamli hefur
rakið dæmi um að Guð hafi fyrirgefið þeim sem iðruðust en þá segir
hann:
Ér látið þau, ýta,
atferðar lok verða,
miskunnandi, minnar,
margríkr, at þér líki,
svát frá yðr í ítru
— oss kjósum þat — ljósi,
veglyndr veðra grundar
valdr, skiljumk ek aldri.
(Harmsól 63, Attwood 2007:129)
Gamli óskar sér hér æviloka sem tryggi honum himnavist og skelfur
þegar hann mælir þetta.
Auðvelt er að láta skjálfhendu vísuorðin í Harmsól fara fram hjá sér
af því að þau eru aðeins í tveimur vísum og aðeins í seinni vísu helmingi
þeirra. Í Plácitus drápu eru skjálfhendur meira áberandi en hún er um
kristinn rómverskan höfðingja sem varð píslar vottur vegna trúar sinnar.
Ekki er vitað hver orti það kvæði en kvæðið er ekki yngra en frá um 1200
af því að frá þeim tíma er handritið sem varðveitir 59 vísur úr kvæðinu,
kvæðið er ekki heilt.
Í drápunni eru að minnsta kosti átta skjálf hendar vísur (4, 8, 16, 30,
31, 56, 57 og 58) og eru báðir vísu helmingar í þeim öllum með skjálf-
hendum og er a.m.k. önnur skjálfhendan með rími í annarri brag stöðu (í
seinni skjálfhendu í 31. vísu er bæði rím í fyrstu og annarri stöðu). Hlut-
verk vísnanna er ekki augljóst, hugsanlega vegna þess hve mikið vantar í
kvæðið. Hlutverk þeirra gæti tengst byggingu kvæðisins en einnig gætu
skjálf hendurnar átt að undirstrika efni tiltekinna vísna. Eitt dæmi er 30.
vísa sem segir frá því að Plácitus hafi gefið fátækum laun sín og haldið
trú sinni en leynt henni:
Ok til aumra rekka
atvinnu gaf Þvinnils
viggBaldr víðrar foldar
verkkaup, þats sér merkði.