Són - 01.01.2014, Page 66
64 Þorgeir sigurðsson
Elsta varðveitta vísan með skjálfhendum í báðum helmingum er lausa-
vísa eftir Kormák Ögmundarson frá um 955–970. Hið óvenjulega mynd-
mál þessarar vísu vakti athygli og aðdáun Sigurðar Nordal (1942:266)
(öldurnar eru kallaðar hamrar sjávarlands). Vegna hins erfiða háttar
er hins vegar algengara að skjálfhendar vísur séu svo illskiljan legar og
flóknar að erfitt sé að dást að þeim.
Brim gnýr, brattir hamrar
blálands Haka standa,
alt gjalfr eyja þjalfa
út líðr í stað, víðis;
mér kveðk heldr of Hildi
hrannbliks, an þér, miklu
svefnfátt; sǫrva Gefnar
sakna mank, es ek vakna.
(Kormákur, lv. 37, Finnur Jónsson 1912:78)
Vísan er ástarvísa og lýsir söknuði skáldsins. Vísur Kormáks eru margar
mjög illa varðveittar en aðalhendingarnar í þriðja vísuorði beggja vísu-
helminga taka af vafa um að hér ætlaði skáldið sér að brjóta gegn hefð-
bundinni hrynjandi dróttkvæða. Í seinni skjálf hendunni er ekki rím í
næst fremstu bragstöðu (heldur langur orðstofn lýsingar orðs). Kari Ellen
Gade (1995:58) taldi vera skjálf hendu í 32. lausa vísu Kormáks í þriðja vísu-
orði (Finnur Jónsson 1912:77) og í 48. lausavísu í þriðja vísu orði (Finnur
Jónsson 1912:81) en ég tel það vera óvíst þar sem í hvorugt skiptið er rím
í annarri stöðu eða aðalhending til staðfestingar.
Frá því að 37. lausavísa Kormáks var samin, leið ekki langur tími þar
til Veili samdi kvæði með skjálf hendum vísum og ekki löngu seinna á
fyrri hluta 11. aldar var samin Knúts drápa fyrir Knút ríka sem dó 1035,
víð lendasta konung Norður landa fyrr og síðar. Aðeins eru varð veittir níu
vísu helmingar úr því kvæði á víð og dreif um SnorraEddu, Heims kringlu
og Knýtlinga sögu en í þeim öllum er þriðja vísuorð skjálfhent. Eftir-
farandi er úr Knútsdrápu og segir að Knútur ráði Englandi, Dan mörku
og Noregi:
Englandi ræðr Yngvi
einn (hefsk friðr at beinni)
bǫðrakkr bœnar nǫkkva
barkrjóðr ok Danmǫrku;