Són - 01.01.2014, Page 72
70 anna ÞorBjörg ingólfsdóttir
því verið álita mál, eins og rætt verður hér á eftir, hvort eða að hve miklu
leyti hugtakið þula á við um þulur Erlu í Æfintýrum dagsins.
Hér á eftir verða þulur skáldkonunnar Erlu settar í samhengi við
þulu kveð skap annarra skáldkvenna sem nýttu sér þuluarfinn og annan
þjóð legan kveðskap og sagnaarf í ljóðlist sinni á fyrri hluta tuttug ustu
aldar. Í því sambandi verður fjallað um bragform þulnanna og yrkis efni
og þar styðst ég við nýlegar rannsóknir Yelenu Sesselju Helga dóttur
sem hefur, meðal annars í grein í And vara árið 2003, fært sann færandi
rök fyrir því að ný róman tískur þulu kveð skapur skáld kvenna á fyrri hluta
tuttug ustu aldar eigi lítið skylt við þulur fyrri tíðar, bæði að efni til og
formi. Aðrir fræði menn hafa líka bent á módernísk einkenni þulnanna og
Yelena Sesselja heldur því fram að þessar þulur séu í raun ný bókmennta-
grein: þululjóð.
Langflestar þulur Erlu eru ortar fyrir börn og því verður einnig hugað
að þulukveðskap annarra skálda sem ortu fyrir börn á tuttugustu öld-
inni. Að lokum verður rætt hvort heppilegra sé að bæta við nýjum þulu-
flokki, sem hugsanlega mætti nefna nútíma þulur til aðgreiningar frá
höfundar lausum þulum fyrri tíðar, í stað þess að tala um þulu ljóð sem
nýja bók mennta grein.
1. Þulur fyrri tíðar
Þulum fyrri tíðar er gjarnan skipt í tvo flokka; annars vegar fornar þulur
og hins vegar þulur síðari alda, en það eru fyrst og fremst hinar síðar-
nefndu sem tengjast umfjöllun um þulur í ljóðum Erlu og annarra
skálda á fyrri hluta tuttugustu aldar, einkum skáldkvenna sem nýttu sér
þulu arfinn í ljóðum sínum.
1.1 Fornar þulur
Fornar þulur eiga sér rætur í germönskum menningarheimi og munnlegri
hefð frá því fyrir Íslands byggð. Sumar þeirra – þó líklega aðeins örlítið
brot af öllum þeim þulum sem kveðnar voru á öldunum fyrir land-
nám – rötuðu svo á handrit eftir að ritöld gekk í garð hér á landi. Þær
sem þannig hafa varðveist eru ortar undir hefðbundnum bragar háttum
með tiltölulega reglulegum erindaskilum, til dæmis forn yrðis lagi, ljóða-
hætti, dróttkvæðum hætti og runhendum hætti þótt þær hafi ekki alltaf
verið dýrt kveðnar. Einkum er um að ræða stuðlaðar minnis þulur, upp-
talninga þulur sem hafa varðveist í handritum eddukvæða og Snorra-
Eddu. Í Skáldskapar málum Snorra-Eddu er fjöldi upptalningakvæða þar