Són - 01.01.2014, Page 73
„Þrotið er nú efnið og Þulan Búin er“ 71
sem meðal annars eru talin upp heiti jötna, konunga, gyðja, sverða, skipa,
elds og fleiri fyrirbæra sem gjarnan voru notuð í skáldskap (Ögmundur
Helga son 1989:401‒405). Þar er meðal annars þessi vísa um heiti kvenna
sem skáld gátu valið um:
Snót brúðr svanni
svarri sprakki
fljóð sprund kona
feima ekkja
rýgr víf ok drós
ristill sæta
man svarkr ok hæll
mær ok kerling.
(Snorri Sturluson 2007:115)
1.2 Þulur síðari alda
Þulur síðari alda eru talsvert annars eðlis en fornu þulurnar, bæði að efni
og formi, þótt upptaln ingar séu þar vissulega algengar. Um þær segir
Jón Samsonarson:
Þula er ljóð í frjálsu formi án erindaskila. Ljóðlínur eru mjög oft mis-
langar. Stuðlasetning er óbundin, stundum er hún óreglu leg, stund-
um engin. Oft er ekkert endarím eða einfalt samrím (aabb..). Innrím
er ekki. Stundum skiptist á þuluhrynjandi og lausa mál. Það er þó
sjaldnast í barnaþulum, en algengt í særingar textum og alþýð legum
þulu bænum. Þ. verða til og hafa gengið munnlega. Þær eru í mis mun-
andi gerðum. Höfundar eru ókunnir.
(JS [Jón Samsonarson] 1983:310)
Í sama streng tekur Ögmundur Helgason þegar hann bendir á að sam-
kvæmt orða bókum sé orðið þula samheiti orðanna romsu og runu og eigi
við um
fremur einfalt bundið mál sem getur verið af ýmsum toga en er ekki
undir reglu bundnum bragar háttum og hefur sjaldnast ákveðin erinda-
skil eða háttbundna hrynjandi hvort heldur um er að ræða fáeinar
línur eða heillanga bálka.
(1989:401)
Yelena Sesselja Helgadóttir, sem hefur rannsakað íslenskar og fær-
eyskar síð miðalda þulur, bendir hins vegar á að skil greiningar Jóns og