Són - 01.01.2014, Page 74
72 anna ÞorBjörg ingólfsdóttir
Ögmundar taki fyrst og fremst til formsins og leiði til þess að hugtakið
þulur síðari alda verði of vítt og fari að ná yfir allan kveðskap síðmiðalda
í frjálsu formi. Það geri það að verkum að orðið þula verður ónákvæmt
og ónot hæft í fræði legri umræðu. Yelena Sesselja þrengir skil greiningar
Jóns og Ögmundar talsvert þegar hún túlkar orðin frjálst/laust form
síðmiðaldaþulna þannig að þær séu með öllu sneyddar reglubundinni
hrynjandi. Þá telur hún heldur ekki til þulna þau brot sem eru styttri en
sjö braglínur að lengd þótt formið sé frjáls legt (2003:127).
Yelena Sesselja álítur að hugmyndir fólks um þulur, fyrst og fremst
ljóð skálda og almennings en einnig fræði manna á tuttugustu öld, hafi
mótast mjög af rit safninu Íslenskar gátur, skemmtanir, vikivakar og þulur,
einkum fjórða bindinu, Þjóð kvæði og þulur, sem út kom árið 1898‒19033
og er oftast kennt við Ólaf Davíðs son þótt Jón Árnason hafi safnað
miklu af efninu og lagt grunninn að því. Þar er ekki alltaf gerður skýr
greinarmunur á mis munandi kveðskap úr munnlegri geymd. Um það
segir Yelena Sesselja meðal annars:
Í síðmiðaldakveðskapnum sjálfum eru hins vegar þau kvæði sem nú-
tíma fræðimenn skilgreina sem síð miðalda þulur oft kölluð allt öðr um
nöfn um, t.d. „kvæði“, „bragur“ og jafnvel „rímur“, þótt um rædd kvæði
hafi engin brag fræði leg einkenni slíks kveð skapar. Hins vegar heita
stundum „þulur“ verk sem eru það ekki í nútíma skiln ingi. Þann ig
verður þulu hópur inn enn stærri en skv. skil greiningu Jóns Samsonar-
sonar og Ög mundar Helga sonar.
(2003:127)
Í þessu sambandi má til dæmis nefna að hin þekkta lang loka Gils-
bakka þula eftir séra Kol bein Þorsteins son (1731‒1783), sem ort er undir
endur tekningar hætti, er því ekki þula í nútímaskilningi (Yelena Sesselja
Helga dóttir 2005:111) þótt iðulega sé hún kölluð það (sbr. líka titilinn)
og prentuð með þulum (JS [Jón Samsonarson] 1983:311).
Hér er upphafið á alþekktri þulu frá síðari öldum:
Bokki sat í brunni,
hafði blað í munni,
hristi sína hringa,
bað fugl að sýngja.
3 Hér eftir verður vísað til þess sem Ígsvþ IV. Sjá nánar um söfnun þeirra Jóns Árnasonar
og Ólafs Davíðssonar: Yelena Sesselja Helgadóttir 2014.