Són - 01.01.2014, Page 75
„Þrotið er nú efnið og Þulan Búin er“ 73
Grágæsamóðir!
ljáðu mér vængi,
svo eg geti flogið
upp til himintúngla.
Túnglið, túnglið taktu mig
og berðu mig upp til skýja,
þar situr hún móðir mín
og kembir ull nýja.
(Ígsvþ IV:211)
Í þessu þulubroti má meðal annars sjá þrjá fjögurra lína óskylda efnis-
klasa og það er einmitt eitt einkenni þulna frá síðari öldum að þar flétt ast
saman alls konar ótengt efni úr ýmsum áttum. Hrynjandin er óreglu leg,
einnig rímið og stuðlunin.
2. Þulur í kveðskap skáldkvenna á fyrri hluta tuttugustu aldar
Með rómantísku stefnunni og ekki síst nýrómantíkinni reyndu ljóð-
skáldin að losna úr viðjum hátt bundinnar hrynjandi til að skapa til-
breyt ingu í formi og áherslum (Fafner 2000:35). Íslensk skáld héldu
þó miklu lengur í reglu lega hrynjandi og voru bundnari strangari brag-
reglum en erlend skáld (Þórður Helgason 2010:73). Engu að síður má
sjá til raunir til að brjótast undan hefðinni á nítjándu öldinni, til dæmis
byrj uðu sum skáld að hrófla við fastri erindaskiptingu og gátu því erindi
orðið nokkuð löng. Slíkt má meðal annars finna hjá Matthíasi Jochums-
syni í erfiljóðinu Elín Ingveldur, en það orti hann um unga dóttur sína
sem lést árið 1880 (Matthías Jochumsson 1956:343−344).
Dulhyggja og tilfinningaleg tjáning í anda táknsæis og aukin notk un
mynd máls einkennir kveðskap margra nýrómantískra skálda. Eitt af því
sem einkennir nýróman tík er þjóðernis hyggja með upphafn ingu á því
þjóð lega, ekki síst í menningu og listum, og er það arfur frá róman-
tíkinni. Á Íslandi var tími nýrómantíkurinnar um alda mótin og í upp hafi
tuttugustu aldar tími sjálfstæðis baráttunnar sem sótti einnig í gamlan
menningar arf til að réttlæta kröfuna um sjálfstæði þjóðar innar. Dul-
úð og angur værð margra gamalla þjóðkvæða, viðlaga og þulna varð ný-
róman tískum skáldum uppspretta að nýjum kveðskap sem sótti í þjóð-
legan menningararf og var vel tekið.
Nokkrar skáldkonur í upphafi og á fyrri hluta tuttugustu aldar nýttu
sér meðal annars þuluarfinn í skáldskap sínum og þulunafnið fest ist
fljótt við þann kveðskap þeirra. Á það jafnt við um skáldkonurnar sjálf ar