Són - 01.01.2014, Page 76
74 anna ÞorBjörg ingólfsdóttir
og þá sem um ljóð þeirra fjölluðu eins og Yelena Sesselja Helga dóttir
hefur rakið ítarlega í rann sóknum sínum (2003:123).
Skáld konan Hulda (Unnur Benediktsdóttir Bjarklind 1881‒1946) var
fyrst til að birta ljóð með slíkum tilvitnunum og tilvísunum í tíma ritinu
Sumar gjöf árið 1905 svo að eftir var tekið. Meðal þeirra skáld kvenna
sem fylgdu í kjölfarið, í mismiklum mæli þó, voru Ólöf Sigurðar dóttir
frá Hlöðum (1857‒1933), Ólína Andrésdóttir (1858‒1935), Theodora
Thor odd sen (1863‒1954) og Guðrún Jóhanns dóttir frá Brautar holti
(1892‒1970).
Þulur Huldu í Sumargjöf eru þrjár: Heyrði ég í hamrinum, Segðu
Það móður minni og Ljáðu mér vængi sem hér fer á eftir:
»Ljáðu mjer vængi«.4
»Grágæsa móðir !
ljáðu mjer vængi«,
svo jeg geti svifið
suður yfir höf.
Bliknuð hallast blóm í gröf,
byrgja ljósið skugga tröf ;
ein jeg hlýt að eiga töf
eftir á köldum ströndum,
ein jeg stend á auðum sumarströndum[.]
Langt í burt jeg líða vil,
ljá mjer samfylgd þína !
Enga vængi á jeg til,
utan löngun mína,
utan þrá og æskulöngun mína.
Lof mjer við þitt ljetta fley
lítið far að binda ;
brimhvít höf jeg óttast ei
eða stóra vinda.
Okkar bíður blómleg ey,
bak við sund og tinda,
bak við sæ og silfurhvíta tinda.
4 Í Sumargjöf (1905, 1. hefti bls. 18) er titill þulunnar og fyrstu tvær braglínurnar án til-
vitnunar merkja. En í fyrstu ljóðabók Huldu, Kvæði sem kom út árið 1909, eru komin
tilvitnunarmerki utan um hvort tveggja. Þá hafði stafsetning einnig breyst og „mér“ er
þar ritað „mjer“. Þegar vísað verður til þulunnar hér á eftir verður titill hennar ritaður
með tilvitnunarmerkjum en ritað „mér“ í samræmi við nútímastafsetningu.