Són - 01.01.2014, Blaðsíða 79
„Þrotið er nú efnið og Þulan Búin er“ 77
á hrynjandi, hliðstæður, andstæður og endurtekningar, myndmál og
vísanir í annan skáldskap, allt stefnir þetta að því að skapa ákveðinn
hug blæ eða stemningu“ (bls. 35).
Að mati þeirra Guðrúnar og Ragnhildar sameinar Hulda í þul um sín-
um erlendar nýjungar í ljóðagerð og þjóðlega hefð, hún fágar þulu form-
ið og „ljær því ljóðrænt yfirbragð og táknræna merkingu svo það lík ist
því sem frum legt var og nýtt í skáld skap sam tímans“ (1990:36). Það er
því ekki aðeins um form endur nýjun að ræða í þulum Huldu, segja þær
Guðrún og Ragn hildur, því þar heyrist líka „sá angur væri og dul úðugi
hreimur þjóð vísnanna og gamalla viðlaga sem átti eftir að setja svip sinn
á ljóða gerð flestra ungra skálda næstu áratugina og hefur verið áber andi
tónn í íslenskri lýrík jafnan síðan“ (bls. 37).
Þulur Huldu þóttu sannarlega nýmæli og „marka tímamót í íslenskri
ljóða gerð“ eins og Helga Kress segir í umfjöllun sinni um Huldu í bók-
inni Stúlka (1997:72). Helga tekur undir með þeim Guðrúnu og Ragn-
hildi þegar hún segir Huldu endur skapa munnlega hefð þjóð kvæðanna í
þulum sínum; hún leysi upp bæði yrkisefni og form, fari frjálslega með
rím og stuðla og að þulurnar einkennist af óreglulegri hrynjandi sem og
„flæði og fantasíu“ (bls. 72).
Yelena Sesselja Helgadóttir (2003) er ósam mála því sem þær Guðrún,
Ragn hildur og Helga halda fram um brag form þulunnar „Ljáðu mér
vængi“ og bendir meðal annars á að hrynjandin sé fremur regluleg
og þótt þulan sé rituð í sam fellu þá megi augljós lega skipta henni í
fjögur erindi þegar upphafs hendingunum fjórum sé sleppt. Hún segir
hvert þeirra fjögurra erinda geyma „fjögur eða sex stutt vísuorð og
eitt langt, sem er myndað með endur tekningum“ (2003:128). Þá segir
Yelena Sesselja enn fremur að „Ljáðu mér vængi“ sé með hefð bundinni
stuðlun og rím þulunnar sé víxlrím en ekki samrím [runurím] eins og
ein kennir síðmiðalda þulur. Niður staða hennar er því sú að þulu form
Huldu sé bæði „flókið og þaul hugsað“ (bls. 128) og fátt sem minni á
síðmiðaldaþulur og bragar háttur þulunnar sé „með öllu óþulu legur“
(bls. 129).
Fyrirmynd Huldu að bragformi þulunnar „Ljáðu mér vængi“ telur
Yelena Sesselja Helgadóttir (2003) vera kvæðið Draumur sem prentað er
í þulu safni Ólafs Davíðs sonar (Ígsvþ IV:206). Þar sé erinda munstrið hið
sama, það er „nokkur stutt vísuorð og fylgir eitt sem er aðeins lengra og
er byggt á endur tekningum, sem Þorsteinn Erlings son telur svo „þulu-
legar““ (2003:129). Kvæðið segir Yelena Sesselja þó því sem næst eins dæmi
að formi til meðal síðmiðalda þulna og endurtekningunni sé auk þess