Són - 01.01.2014, Page 82
80 anna ÞorBjörg ingólfsdóttir
hjá ný rómantísku skáld unum í upphafi tuttugustu aldar, til dæmis hjá
Davíð Stefáns syni og Sigurjóni Friðjóns syni, en það eru ekki barnaljóð.7
G. F. [Guðmundur Finnbogason] fjallaði í fyrsta hefti Skírnis árið
1914 um nýlega ljóðabók Ólafar Sigurðardóttur og er þar sérstaklega
hrifinn af SólstöðuÞulu:
»Sólstöðu-þulan« þykir mér yndisleg. Og er það ekki eftirtekta vert,
hve skáld konum okkar lætur að yrkja »þulur«. Þulurnar hennar Huldu
finst mér bera af öðrum kvæðum hennar eins og gull af eiri. Nú
kemur Ólöf með »Sólstöðu þuluna« og hérna um daginn fékk ég að
heyra nýja þulu eftir eina skáld konuna enn [líklega Theo doru.] Hún
var fyrirtak. Mundi þetta ekki vera bending um, að þarna er einmitt
sá bragar hátturinn, sem konurnar eru sjálfkjörnar til að yngja upp,
fegra og full komna? Hvað er líklegra en að þær hafi fyrstar kveðið
þulur? Að minsta kosti voru það konur, sem kváðu þær við börnin,
og víst hafa þær bætt ein hverju við frá eigin brjósti, sem það gátu.
(Bls. 101‒102)
Guð mundur segist að vísu gera sér grein fyrir því að ein hverjir karlar hafi
ort þulur og man langlokur um konur og spyr hvort það geti ekki verið
vegna þess hve líkar konurnar eru þulunum:
en var það ekki einmitt af því að þeir fundu hve vel þulu-hátturinn
var fallinn til slíks, að hann var eins og tekinn úr sál kvenna: »á
hverf anda hveli«, laus á kostunum, þegar það vill, síbreytilegur og
dutlunga fullur, engu lögmáli bundinn nema geðþóttans? Þulan kann
allan gang; hún getur verið stórstíg, hlaupið og stokkið langar línur,
og hina stund ina tifað og trítlað eins og »nótentáta«; hún getur verið
lang minnug ‒ rímað saman orð á löngu færi ‒ eins og kona minn ist
fornra ásta, en stundum kemur sama hending í langri runu, eins og
koss á koss ofan. Þulan er kvenn legur bragar háttur.
(Bls. 102)
Þessi kostulega samlíking Guðmundar varð Theodoru Thoroddsen að
um fjöllunar efni í fjórða hefti Skírnis sama ár (1914) þar sem hún fylgir
eigin þulum úr hlaði. Þar segir hún meðal annars og háðið leynir sér
ekki:
7 Í Ljóðmælum Sigurjóns frá 1928 eru nokkur þulu ljóð sem að formi til svipar til „Ljáðu
mér vængi“ en aðeins í einu þeirra, Gekk ég inn í skóginn, er tilvísun í gamlan þjóð-
legan kveðskap, annars eru þau hugljúf náttúru- og ástarljóð. Í Svörtum fjöðrum Davíðs
frá 1919 er til dæmis ljóðið Týndur og tröllum gefinn sem sviðpar til þulu ljóða og þar
er meðal annars vísað í gamlan kveðskap og sögur.