Són - 01.01.2014, Page 83
„Þrotið er nú efnið og Þulan Búin er“ 81
Dr. Guðm Finnbogason segir að þulan sé »kvenlegur bragar háttur«
og styður mál sitt við eitt og annað ábyggilegt í fari kvenna, og fleiri
karl menn veit eg að halda því fram að þulur séu aðallega kveðnar af
konum. Skilst mér sem þeir dragi það af því, hve sundur leitar þær eru
að efni og fram setn ingu, engri hugsun sé haldið fastri, þotið úr einu í
annað stefnu- og fyrir hyggju laust, og kveð andin að því skapi óvönduð
að slíkt myndi konum einum trúandi til að láta frá sér fara.8
(1914:415)
Sjálf segir Theodora í sömu grein að til engrar kveðskapar greinar sé
jafn lítið vandað og til þulu ljóð anna. Hún líkir þeim við blóm vönd sem
allt sé „tínt í sem hönd á festir“ (1914:415). Hún segist reyndar vel geta
„fallist á að þulur séu runnar undan tungu rótum kvenna“ (bls. 415) og
veit jafnvel hvernig. Í því sam bandi dregur hún upp mynd af þreyttri
móður sem þarf að hafa ofan af fyrir órólegum börnum á meðan hún
bætir plögg heimilis fólks eða prjónar „neðan við sokk bóndans“ (bls.
416). Og hvað er til ráða þegar allar sögur eru sagðar og margnotaðar og
búið að ráða allar gátur?
Konan grípur þá til þess örþrifaráðs, að setja saman í hendingum
og hljóð stöfum það sem kallað er þula. Enginn tími er til þess að
vanda mál og rím, því síður að kveða til lengdar um sama efni, tekið
það sem í hugann flýgur, hvað svo sem það er, og börnin taka þakk-
lát móti þess um nýja fróðleik um krumma og kisu, stássmeyjar með
gull spöng um ennið, sem ekki geta setið nema á silfur stól, og ekki
sofið nema á svana dún, riddara sem gefa stúlkunni sinni gullið alt í
Rínar skóg, kongs höllina, þar sem fram reiddir eru uggar og roð og
kongur inn drekkur syrju og soð, um álfa, dverga, tröll og marbendla
og margt margt fl.
(1914:416)
Þannig „prjónar“ móðirin við kveðskapinn eftir þörfum, rétt eins og
neð an við sokk eigin mannsins og þjónar þá hvoru tveggja í einu, karli
og krökk um.
Sigurður Einarsson í Holti fylgdi barnaþulum Guðrúnar Auðuns-
dóttur, sem hún gaf út í heftinu Í föðurgarði fyrrum árið 1956, úr garði
með stuttum eftir mála. Miðað við það sem hann skrifar hafa þulur enn
styrkt sig í sessi sem kvenlegt form:
8 Þessari umræðu um þulurnar sem kvennabókmenntir gerir Helga Kress ítarlegri skil í
bók sinni Stúlka (1997:72‒80).