Són - 01.01.2014, Page 90
88 anna ÞorBjörg ingólfsdóttir
Erlu. Þannig eiga allar lífverur rétt á því að afla sér og sínum fæðu í
sam ræmi við eðli sitt. Það á til dæmis við um Krumma sem hugsar sér
gott til glóðar innar þegar hann finnur Kollu afvelta; hann á sinn rétt
eins og aðrir. Þegar hann hefur misst af bráðinni fylgja honum góðar
óskir: „Fengsæll upp að fjallinu, fljúgðu, krummi minn! / Sendi guð þér
saðningu í sarpinn tóma þinn“ (bls. 108‒109).
Börnin í ljóð unum birtast við leik og störf í sveitinni og vorið og
sumarið er alls ráðandi. Þau eru yfirleitt sæl og glöð og reyna að hjálpa
til við sveita störfin þótt ekki takist alltaf jafn vel til. En móðirin skilur
vel að litlar hendur og fætur ráða ekki við öll störfin og verði börnunum
eitthvað á leið beinir hún þeim blíðlega og hughreystir þegar sorgin
heim sækir þau (Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir 2013:350).
Elsta þulan í Æfintýrum dagsins, og jafnframt elsta þula Guð finnu, er
Mjólkur pósturinn. Hana orti Guð finna þegar hún var á heimili fóstur-
systur sinnar, Jóhönnu Jörgens dóttur frá Krossa vík, og manns hennar,
Sigurðar Heið dal, skólastjóra í Mýrarhúsa skóla á Seltjarnar nesi, árið
1915. Þar segir í gaman sömum tón frá fóstr unni Öllu sem dvelst óvenju
lengi þegar hún á að sækja mjólkina í brúsann Palla handa Villa litla
(Vil hjálmur Heiðdal, sonur Jóhönnu og Sigurðar) því að ýmislegt verður
til tafar:
Sein er hún Alla
að sækja í hann Palla,
dagurinn líður
og drengurinn bíður;
niður að Eiði er þó skammt,
en að því kveður stundum rammt,
að Viggó hennar hefti för ‒
hún er ekki’ í ferðum snör.
Dagurinn líður
og drengurinn bíður –
loksins kemur Alla
með lukta fötu í hendi;
þar mun vera mjólkin í,
sem Sigríður sendi.
Bíllinn kemur brunandi
brautina slétta,
Öllu fer að lítast
illa á þetta;