Són - 01.01.2014, Page 91
„Þrotið er nú efnið og Þulan Búin er“ 89
Alla sporið hvetur
allt hvað hún getur,
stefnir upp í skóla –
í stofunni heyrir hún Villa litla góla.
(Bls. 71)
Formið líkist hinu klassíska formi þulu ljóðanna eins og við þekkjum það
á „Ljáðu mér vængi“. Hér eru tveir til fjórir bragliðir í línu, tvíliðir og
þrí liðir í bland. Ýmist eru tveir ljóð stafir í línu eða tvær línur saman um
ljóð stafi. Rímið er hins vegar mest runurím þó brugðið sé út af því um
mið bik þulunnar. Um það bil helmingur þulnanna í Æfintýrum dagsins
fylgir áþekku bragskema.
Svipað form er á elstu þulunni um Þorstein, Frum burðurinn, þótt
stuðl unin og rímið sé þar enn óreglulegra en á Mjólkur póst inum.
Þulan er sann kölluð barnagæla og er ort þegar Þorsteinn var korna barn
og Guð finna bjó á Bruna hvammi en þar átti fjöl skyldan heimili á árun-
um 1917‒1922:
Glókollur ömmu,
silkikollur mömmu,
snoðkollur afa,
dalakollur pabba,
litli stúfur pabba síns
og lambakóngur mömmu,
gerði’ að karli og kerlingu
afa sinn og ömmu,
kveldsvæfur mömmu,
morgunhani ömmu,
órabelgur afa,
ærslakollur pabba,
spilagosi afa síns
og sprettfiskur ömmu
blessaður pabba síns
og bláskjár mömmu.
(Bls. 9)
Hér eru „mömmu“ og „ömmu“ endurtekin rímorð og sömuleiðis er endur-
tekið innrím í upphafi þulunnar í samsettum orðum þar sem -kollur er
síðari liður: „Glókollur“, „silkikollur“, „snoðkollur“, dalakollur“ og svo
kemur einn kollurinn enn í síðari hlutanum, „ærslakollur“.