Són - 01.01.2014, Blaðsíða 92
90 anna ÞorBjörg ingólfsdóttir
Þulan Saga lækjarins er einnig ort á Bruna hvammi og það er Þor-
steinn sem er ávarpaður í upphafi. Efnið er heim spekilegt, dæmi saga
um ævi mannsins. Lækurinn er persónu gerður í þulunni og móðirin
segir syni sínum sögu hans frá því hann leggur af stað ofan úr fjallinu og
byltist óþreyju fullur fram af klettum og stöllum og langar svo mikið út
í sjó. Hann steypist að lokum ofan í ána í gljúfrinu og þá er draumur inn
búinn: „Svo geig vænlegt afl var í árinnar hyl, / að hann vissi ekki framar
að væri hann til“ eru lokaorð þulunnar (bls. 14). Þulan er myndrík eins
og allar þulur Erlu en það er líka mikil tónlist og hreyfing í textanum
sem sköpuð er með hrynjand inni, endur tekningum og viðeigandi orða-
lagi. „Vera stór, vera stór, vera stór!“ segir lækurinn eins og lítið barn þar
sem hann teygir úr lengd sinni í upphafi ferðar:
Einn morgun af stað undan fjallinu’ hann fór.
Þá fannst mér hann alltaf segja,
um leið og hann reyndi úr lengd sinni’ að teygja:
„Vera stór, vera stór, vera stór!“
Og áfram hann byltist með ærsl og hlátur
svo ungur og léttur og frískur og kátur
og niður í hlíðina hentist á sprett
klett af klett, klett af klett, klett af klett,
því undanhaldið var auðvelt og létt.
Þá heyrði hann álengdar árinnar nið.
Þá var eins og hann trylltist og missti allan frið.
Hann buldraði, frýsaði, flissaði og hló:
„Fram af stallinum, fram af stallinum, fram af stallinum,
út í sjó!
Í mér hefi’ ég enga ró.
Æ! Mig langar fram að sjó.“
Svo kallaði hann til árinnar í krappri gljúfra-þró:
„Berðu mig út í sjó!“
(Bls. 12)
Þegar lækurinn er sem ákafastur er enginn vandi að heyra bægsla gang inn
í hendingum eins og „Fram af stallinum, fram af stallinum, fram af stall-
inum, út í sjó!“ (bls. 12). En við ferða lok hvíslar hann hins vegar eins og
gam all maður: „Hvíld og frið, hvíld og frið, hvíld og frið!“ (bls. 14; Anna
Þorbjörg Ingólfs dóttir 2013:355). Línu lengdin í þessari þulu er misjöfn
þótt flestar þeirra séu í lengra lagi; fjórir til fimm bragliðir og ein staka