Són - 01.01.2014, Side 93
„Þrotið er nú efnið og Þulan Búin er“ 91
sinnum bæði styttri og lengri, mest þríliðir en einnig tvíliðir. Margar
línur byrja á forlið og flestar enda á stýfðum lið þótt vikið sé frá því á
stöku stað. Rímið er mest runu rím og fyrir kemur að fleiri en tvær línur
í röð ríma saman. Víxl rími bregður fyrir og ein staka lína rímar ekki við
aðrar. Oftast er stuðlunin hefð bundin, stuðlar í frum línu og höfuð stafur
í síð línu, en nokkrar línur eru sér um ljóð stafi. Brag form þessarar þulu
er því annað og enn frjáls legra en á þeim þulum sem nefndar hafa verið
hér að framan.
Fleiri þulur eru frjálslegar í formi, til dæmis Græn höfði, Harð fisk-
verkun, FarmannsÞula og Afi gægist inn í salinn. Það á einnig við
um Sauð burðar Þulu þar sem hendingar eru mislangar og brag liðirnir
ýmist tví-, þrí- eða jafnvel fjór liðir. Það er álita mál hér og víðar í þulum
Guð finnu hvort telja á tvo tvíliði í röð sem fjórlið en þegar hafðar eru í
huga áherslur í munn legum flutningi þulunnar er eðlilegra að ræða um
fjór liði og verður það gert framvegis þegar þannig stendur á.16 Rímið á
Sauð burðar Þulu er oftast runurím en stundum víxlrím og stuðl unin
með svipuðu fyrir komu lagi og í Sögu lækjarins. Þulan hefst á þessa
leið:
Gaman er að labba við lambærnar á vorin,
eftir það að fyrsta ærin er borin.
Lambakóngur kom í nótt,
kolóttur í framan,
brölti hann á fætur fljótt,
forugur allur saman.
Út er bezt að skunda skjótt,
skoða hann er gaman,
hrista af sér amann.
Flýtið ykkur fötin í!
Frammi’ á túni’ ’ann liggur.
Hlaupið ekki hart, af því
hann er nokkuð styggur.
Smeykur hann við ykkur er,
ætlar nú að forða sér.
Þegar hættu’ að höndum ber,
hann til mömmu þýtur.
Móðurverndar margoft barnið nýtur.
(Bls. 76)
16 Sjá nánar um fjórliði í grein Helga Skúla Kjartanssonar: Fjórliðir – Ill nauðsyn í ís-
lenskri ljóðgreiningu? í Són árið 2011.