Són - 01.01.2014, Qupperneq 94
92 anna ÞorBjörg ingólfsdóttir
Hér er börnunum leiðbeint blíðlega hvernig þau eiga að um gang ast
lamb ærnar um sauðburðinn:
Lambadrottning, lítið skinn,
liggur skammt frá bænum,
unir litli auminginn útá bala grænum.
Lofum henni’ að lúra þar, látum hana vera.
Falleg er hún álengdar.
(Bls. 76)
En stundum þarf að leggja lömbunum lið eins og hér segir:
Mögótt, lítið efni í á,
álpazt hefur Kollu frá;
við skulum hjálpa henni þá
hana mömmu að finna.
Mörgu þarf um sauðburðinn að sinna!
(Bls. 78)
Guðfinnu tekst mjög vel að leiðbeina með hlýju og nærgætni, án um-
vand ana, og kenna börnum þannig að umgangast náttúruna og allar
lífverur hennar, stórar og smáar, af tillitssemi og virðingu. Þetta má sjá
í fleiri ljóðum í Æfin týrum dagsins, til dæmis í þulunni Breytið vel við
fuglana og er raunar eitt megin einkenni barna ljóða hennar.
Önnur skemmtileg dýraþula, sem ekki er síður frjálsleg í formi, er
Hænsna rækt sem ort var fyrir Hrafn kel árið 1939. Hún sver sig í ætt
við gamlar nafna þulur en hér eru talin upp mýmörg nöfn á hænsnum og
slegið á létta strengi. Þulan býður líka upp á leikræna tilburði í flutn-
ingi með við eigandi hljóðum þegar kemur til dæmis að: „Púdda, púdda,
pút“ og „Gaggala-gú“ sem hleypa fjöri í frá sögnina. Hér getur svo að líta
nokkur hænsna nöfn:
Fluga, Pína, Padda,
Penta, Gára, Hadda,
Kola, Mjóna, Kráka, Tía,
Ketta, Lukka, Títla, Vía,
Léttfætt, Maðra, Lotta,
Lýska, Næpa, Rotta.
Þoka, Læða, Birta, Baga
eftir hinum hænunum
hægt úr skúrnum vaga.