Són - 01.01.2014, Síða 97
„Þrotið er nú efnið og Þulan Búin er“ 95
Gestur kom í Brunahvamm og bar á herðum poka. ‒
Úti var þá úðaregn og yfir hvítaþoka.
Léku börn á hlaðinu, er gestinn bar að garði.
Gesturinn á kappreið þeirra á sauðarleggjum starði.
Slakaði hann á sauðbandinu sér til hægri vika. –
Börnin störðu hissa á, er bagginn fór að kvika.
Heyrðu þau úr poka gestsins ýlfur, urr og læti,
út um gat á hærusekknum skaut upp loðnum fæti.
Slengdi’ hann af sér pokanum og brátt að dyrum barði.
Bóndi kom þá utan hlaðið, fyrr en gestinn varði:
„Viltu greiða gera mér og geyma byrði mína?
Ef þú játar, oní pokann ætla ég þér að sýna.“
Lítið eitt á leynibandi lét þá bóndi slakna.
Hamazt var í pokanum, er hnútur fór að rakna. –
Upp um pokaopið gægðist ungur tófukrakki,
lítill, úfinn lubbakollur, loðinn eins og rakki.
Hvassar voru tennur hans og trýnið mjótt að framan,
upp á það hann fitjaði – við urr hans fór af gaman.
Langa, digra, skrítna skottið skemmtun olli og masi,
afbragð til að verka ós úr víðu lampaglasi.
Látinn var hann síga oní tóma, víða tunnu. –
Á þá meðferð starsýnt varð þeim Steina litla og Gunnu.
Fyrir utan bæjarvegg þau stóðu stundum saman,
hjöluðu við hjubbaskinn og hentu að Rebba gaman.
Tófuhjubbi, teturshjubbi, í tunnunni var hann fangi.
Litli hjubbi, loðni hjubbi, lítið var á gangi.
Grimmi hjubbi, gráðugi hjubbi, gleypti í sig ketið,
ældi því svo aftur í dallinn. Ósköp gat hann étið! ‒ ‒
Litlu síðar svo til bar, að söðluð var hún Roka.
Aftur var þá Rebbi litli reiddur burt í poka.
Brá þá heldur börnunum, er burtu var úr tunnu
litli, skrýtni skollinn, sem að skemmti Steina og Gunnu.
Stundum vitjar systkinanna, Steina míns og Gunnu,
minningin um gestinn, sem að geymdur var í tunnu.
(Bls. 59‒60)
Braglínur þessarar þulu eru fremur langar, sjö tvíliðir í hverri þótt á því
sé einstaka undantekning þegar þrílið bregður fyrir en allar enda brag-
línurnar á tvílið. Hrynjandin er því tiltölulega regluleg en eins og í fleiri
þulum Erlu er álitamál hvort telja á tvo tvíliði í röð fjórlið. Það á einnig