Són - 01.01.2014, Page 98
96 anna ÞorBjörg ingólfsdóttir
við þuluna Reiknings Þ raut sem er svipuð að formi til. Guðfinna kenndi
börnum sínum mest heima, skólaganga þeirra var einungis nokkrar vikur
á vetri. Henni var lagið að setja námsefnið í búning og samhengi sem
börnin skildu eins og Reiknings Þ raut, sem er frá því um miðjan þriðja
ára tuginn, er til vitnis um:
Væri ekki gaman, ef ég gæfi ykkur dæmi?
Skerpa þurfa börnin jafnt skilning sem næmi.
Rekkjustokkur mömmu rúmar aðeins fjóra,
krakkana þrjá og konu ekki stóra.
Hyggið þið nú, börn mín, af brekum og órum,
reiknið út, hve margir eru fætur á fjórum.
Hver hefur tvo, teljið þið svo. –
Ykkur telst, að átta séu fætur á fjórum.
Reiknið út, hve margir eru fingur á fjórum.
Fimm eru fingur á hverri okkar hönd.
Nú fara dæmin að verða nokkuð vönd.
Tvær eru hendur á hverjum sessunaut.
Finnið nú út ráðninguna’ á þessari þraut!18
(Bls. 70)
Hér er sjöunda línan sér um rím og endar ekki á tvílið. Hún brýtur hins
vegar skemmtilega upp hrynjandina á efnisskilum í þulunni og annað
upp brot á hrynjandi og rími verður einnig með því að síðustu fjórar
línurnar enda á stýfðum lið.
Eftir farandi þulur í Æfintýrum dagsins eru ortar undir sama eða mjög
svip uðum bragarhætti og langlokan GilsbakkaÞula: Síðasti ágúst,
Gunna rekur Stjörnu, Breytið vel við fuglana, Fyrstu vor boð-
arnir, Brekkusnigill, Æfintýri dagsins, Álög Þokunnnar og Við
steðjann. Hin síðastnefnda er stutt, aðeins átta línur:
Steini sat á steini steðjanum hjá,
klappaði handa pabba sínum kolryðgaðan ljá.
Klappar Steini ljáinn og kveður við hátt:
Væri ég orðinn sterkur, stór, þá stæði ég við slátt.
Væri ég orðinn sterkur, stór, að styrkja pabba minn!
Hann er orðinn þreyttur við heiðabúskap sinn.
18 Engin ástæða er fyrir inndrætti í áttundu braglínu og verður hann að teljast mistök í
prentun bókarinnar.