Són - 01.01.2014, Page 101
„Þrotið er nú efnið og Þulan Búin er“ 99
Sex ára var ég, er sat ég alein hjá,
hvorki var ég beysin né burðug orðin þá.
Ekki gat ég talizt að ytri gæðum rík,
átti ekki húfu og enga hlífðarflík.
Böggullinn var léttur, sem bar ég herðum á,
tvær smurðar flatkökur – talið er nú þá.
Gat ég vart að hádegi geymt mér þann auð,
leysti því upp klútinn og borðaði brauð.
Á mig starði Glói með augum hungraðs manns –
aldrei stóðst ég biðjandi augnaráðið hans.
Nestið átti að vera mér nóg til sólarlags.
Sárlega svöng var ég seinni part hvers dags.
Borðaði ég börkinn og blöð af margri grein,
einnig bættu holtarætur hungursins mein.
Birti’ ég þetta aðeins um bernskukjörin mín,
svo þú getir borið þau saman við þín.
(Bls. 114‒115)
Hin sagan sem móðirin segir syni sínum er ævintýrið um smala drenginn
og þokuna. Þokan er versti óvinur smalans sem ekki má fyrir nokkurn
mun týna ánum. Þokan í ævintýrinu er prinsessa í álögum og smal inn
veit að ef hann hallmælir ekki þokunni í tuttugu ár frelsar hann prins-
essuna:20
Þokan er kóngsdóttir álögum í. –
Ung ég heyrði eldgamalt æfintýri’ af því.
Eitt sinn var í fyrndinni ungur smali í sveit,
ætt hans og uppruna enginn maður veit.
Æfintýri um þokunnar álagabönd
barst á vængjum vindanna vítt um ríki’ og lönd.
Hjarðsveinninn varð hrærður við harmsögu þá,
steig úr hugardjúpinu djörf og göfug þrá.
Varmur í lyndi hann vann þess dýran eið
lausnarinn að verða, er lengst hún eftir beið.
Steig hann á stein einn og strengdi göfugt heit.
– Gunnreifur fór hjarðsveinninn í gæfu sinnar leit.
20 Í safni Jóns Árnasonar, Íslenskar þjóðsögur og ævintýri (1954‒1961), er engin eiginleg saga
um þokuna en undir kaflanum Fyrirburðir í öðru bindi safnsins stendur: „Þokan er
kóngs dóttir í álögum og leysist úr þeim þegar allir smalar taka sig saman um að blessa
hana“ (1961: 531).