Són - 01.01.2014, Side 103
„Þrotið er nú efnið og Þulan Búin er“ 101
Margir eiga þróttmikla, þjálfaða lund,
en allt of fáir þolgæði á örlagastund.
Gerir það hvern góðan og göfgar hjartans þrár,
tungu sína’ að temja í tuttugu ár.
Þeim er heitið konungdómi’, er þjálfar sína lund
og yfir henni ræður á örlaganna stund. ‒
(Bls. 117‒118)
Þannig brýnir móðirin smalann unga til að sýna stillingu í einverunni.
Hún leggur út af sögunni og leiðbeinir honum þar til kvíðinn víkur frá
honum og hann öðlast kjark til að mæta ábyrgð smalastarfsins:
Hlýju móðurhendinni hafði smalinn sleppt,
og táknrænu gjöfina’ á treyjubarminn hneppt.
„Sæmir sízt að kvarta, þó sitthvað bjáti á,
hugann læt ég hverfa heim til mömmu þá.
Æfintýrið, fylgdin og góða gjöfin þín,
verða munu í þokunum vegaljósin mín.“
Öruggur, léttur, með upptendrað þor,
fetaði’ ’hann upp fjallið sín fyrstu hjarðmannsspor.
(Bls. 119)
Guðfinna dregur upp skýrar og skemmtilegar myndir í barna ljóðum
sínum og þau eru mjög myndrík eins og glögglega má sjá í þeim þulum
sem hér hafa verið til um fjöllunar. Listakonan Barbara M. Árnason sagði
Guð finnu þegar bókin var enn á vinnslu stigi að ljóðin þyrftu eigin lega
engra mynda við, þau væri svo vel máluð með orðum að hún hefði engu
við þau að bæta.21 Þó að það megi til sanns vegar færa þá eru myndir
Barböru eigi að síður mikið listaverk og auka listrænt gildi bókarinnar
til muna.
„Lífið semur æfintýri“ segir í þulunni Æfintýri dagsins (bls. 110) og
það kann skáld konan Erla einkar vel að nýta sér. Barna þulurnar segja
sögur, stuttar og langar, sem sóttar eru í daglegt líf barnanna í sveitinni
og atburði sem verka á barns hugann, ýmist gleðilega eða sorglega, flesta
hvers dags lega en aðra meira spennandi. Sumar þulurnar eru hug ljúfar
barna gælur en aðrar geyma fjörlegri frásagnir. Í mörgum þulnanna er
einnig lagt út af sögu efninu og börnunum gefin heilræði um þau hollu
gildi sem móðirin vill að þau rækti með sér, til dæmis virðingu fyrir öllu
lífi, hjálp semi og sjálfstjórn.
21 Lbs. Guðfinna Þorsteinsdóttir. Dagbók 8, 21. maí 1958.