Són - 01.01.2014, Page 106
104 anna ÞorBjörg ingólfsdóttir
sveita störfum innan- og utanhúss og leikjum barnanna. Þær minningar
vitna um ástríkt og barnmargt heimili þar sem gleðin réð ríkjum þótt
sorgin sneiddi ekki hjá þessu heimili fremur en svo mörgum öðrum fyrr
á tíð þegar barna dauði var mikill. Umhverfi þulnanna er sveitin þar sem
börnin og dýrin una sér vel en efni sumra þeirra nær þó út fyrir sveitina,
til dæmis í vöggu þulunni Sofðu litli ljúfurinn þar sem meðal annars
eru talin upp mörg furðuverk sem skipin flytja til landsins frá útlöndum.
Innanhúss er líka margt forvitnilegt að finna, til dæmis í fórum ömmu
sem líka kann margar spennandi sögur sem gott er að ylja sér við, þegar
vetur ræður ríkjum, og lýst er svo vel í þulunni Liðið er nú sumarið.
Í þulunni Gekk ég út í grænan skóg koma álf heimar við sögu og hún
á meira skylt við fullorðins þulur Huldu og Theodoru en barna þulurnar
því efnið er þyngra og harm rænna en hinna þulnanna í heftinu.
Þulur þeirra skáld kvenna, sem hér hafa verið nefndar, eru það sem
Yelena Sesselja Helgadóttir kallar þulu ljóð en óhætt er að fullyrða að þær
yrkja undir sterkum áhrifum þeirrar ímyndar sem þulur höfðu í sam-
tímanum, líkt og gildir um skáld konuna Erlu. En með þulum Guðrúnar
Auðuns dóttur og Guðfinnu Þorsteins dóttur á sjötta áratugnum lýkur
útgáfu frum saminna barnaþulna eftir konur á tuttugustu öld og karlar
taka við keflinu.
Árið 1955 kom út þulan En hvað það er skrýtið eftir Pál J. Árdal
(1857‒1930) í sérstakri bók sem var mynd skreytt af Halldóri Péturssyni.
Þetta er bráð fyndin saga um stelpu skott sem flýr í ofboði undan ömmu
sinni sem hótar að flengja hana fyrir að hafa atað út kjólinn sinn. Í
látunum veltur hún niður bæjar hólinn og sér þau Gunnu og Helga
kyssast! Upphafið er á þessa leið:
Nú ætla ég að segja sögu þér,
en set það upp þú bara trúir mér:
Það var í fyrra vor um morgunstund
ég vaknaði af ósköp sætum blund
og klæddi mig í kjólinn rauða, nýja.
Þá kallaði hún amma: Sussu-bía.
Þú hefur atað allan kjólinn neðan. ‒
Ætlarðu ekki að bíða, telpa, á meðan
að ég bursta á þér nýja kjólinn?
Ætlarðu að mölva sundur stólinn?
[Án blaðsíðutals]