Són - 01.01.2014, Page 107
„Þrotið er nú efnið og Þulan Búin er“ 105
Þulan birtist reyndar fyrst í ljóðabók Páls, Ljóðmæli, árið 1905 en það er
sama ár og þulur Huldu birtust í Sumargjöf.24 Páll velur þetta þulu lega
form á eina barna ljóðið í bókinni. Erindin eru fimm en mislöng. Tvíliðir
eru ríkjandi en þríliðir í bland og stundum er nær að telja tvo tvíliði í
upp hafi braglínu fjórlið. Rímið er runurím og braglínur enda ýmist á
stýfðum lið eða tvílið.
Tveimur árum síðar, 1957, komu út tvær þulur eftir Jónas Árnason
(1923‒1998) sem heita Fuglinn sigursæli og Okkar góða Kría. Þær
eru saman í hefti sem ber titilinn Fuglinn sigursæli og Atli Már mynd-
skreytti. í Fuglinum sigursæla er ort um hænuna og hanann um víða
veröld og dregin upp mynd af innræti þeirra og ytri gjörvi leika. Hvort
tveggja ljóðin og myndirnar einkennist af gamansemi og full ástæða til
að endurútgefa þær fyrir nútímabörn. Þulurnar eru stuðlaðar og rímið
ýmist runurím eða víxlrím eða sambland af hvorutveggja:
Já, hún er öllum hjartakær
og hún var ekki fædd í gær
frekar en hún Bella, Bella símamær,
andlitsfríð með augun skær
og alveg töfrandi,
rauðan kamb og röskar tær,
sem róta möl og sandi,
og stél í góðu standi.
[Án blaðsíðutals]
Þulunni er skipt í mislöng erindi, þau lengstu eru þrettán braglínur.
Hrynjandin er óregluleg eins og sést á erindinu hér að framan. En um
mið bik þulunnar er hrynjandin brotin upp með nokkrum fjögurra lína
erindum og þar er líka um að ræða uppbrot í efninu en þessi erindi fjalla
öll um hænuna í mismunandi löndum heims:
Og hún sést létt í spori spranga
hjá sprækum indíánunum
sem skegglausir, með limi langa
læðast um á tánunum.
[Án blaðsíðutals]
24 Ljóðið birtist sama ár í tímariti fyrir unglinga; Fanney 1, 1:20‒21. Í bók Páls og í tíma-
ritinu er titillinn: En hvað það var skrítið! og undir stendur: (Saga litlu stúlkunnar.)