Són - 01.01.2014, Side 108
106 anna ÞorBjörg ingólfsdóttir
Það kann að vera álitamál hvort réttlætanlegt sé að nefna Fuglinn sigur-
sæla og Okkar góðu kríu með þulum og hið sama á við En hvað Það
var skrýtið. Eigi að síður tel ég að um þessi ljóð gildi flest hið sama og
þulur skáld kvennanna sem nefndar voru hér að framan; þau eru þulu-
ljóð, ort undir áhrifum af ímynd gamalla þulna.
Nærri þremur áratugum síðar, árið 1985, gaf Valgarður Egilsson út
bók ina Ferju þulur – Rím við bláa strönd með langri og skemmti legri
þulu í mörgum köflum um ferðalag með Akra borginni frá Reykja-
vík til Akra ness. Margt ber fyrir sjónir á þeirri leið og margt þarf að
athuga. Sumt af því höfðar óneitan lega betur til full orðinna en barna
og jafnvel á mörkunum að hún sé yfirleitt barna efni. Hrynjandin er
óregluleg og á köflum ljóðræn og seiðandi og Ferju Þulur minna meira
á gamlar þulur en þululjóð skáld kvennanna sem fjallað var um hér að
framan. Guðmundur Thoroddsen mynd skreytti bókina og dregur víða
fram húmorinn í textanum. Þess má geta að þulan var endurútgefin
á hljómdiski árið 2001 í upplestri höfundar með viðeigandi undirleik
sjávarniðar og sjófuglagargs.
Þórarinn Eldjárn ber höfuð og herðar yfir aðra höfunda sem yrkja
barna ljóð nú á dögum. Fyrsta barnaljóða bók hans Óðfluga kom út árið
1991 og sú nýjasta Fugla þrugl og nafla krafl kom út árið 2014. Sigrún
Eldjárn, systir Þórarins, myndskreytir barnaljóðabækur hans og gerir það
listi lega. Þórarinn yrkir barnaljóð sín undir fjöl mörgum bragar háttum,
jafnt fornum sem nýjum, en mörg eru frjáls að formi. Í flestum ljóða-
bókum hans fyrir börn eru ljóð sem minna mjög á þulur. Aðspurður segir
Þórarinn að eflaust séu sum ljóða hans samin undir áhrifum frá gömlum
þulu kveðskap án þess þó að hann hafi bein línis verið að yrkja þulur.
Það á til dæmis við um ljóðin Rú og tjá (Óðfluga 1991), Öfugumegin-
framúrstefna (Heimskringla 1992), Þruglfugl (Halastjarna 1997),
Grann meti og átvextir (Grannmeti og átvextir 2001) og Villi í haust-
verkum (Árstíðir 2010).25 Hér er ljóðið Grannmeti og átvextir sem
minnir á gamlar upptalningaþulur:
Í átvaxtadeildinni er úrvalið mest
af öllu því gómsæti er mér þykir best.
Þar finn ég sviðaldin, sæfíkjur, nöldrur,
sigurber, fríðaldin, lítrónur, skvöldrur.
Síaldin, flatber og ofurepli,
umsínur grænar með bleikum depli.
25 Þórarinn Eldjárn. Símaviðtal 24. nóvember 2014.