Són - 01.01.2014, Side 109
„Þrotið er nú efnið og Þulan Búin er“ 107
Goðdalíettur og grammófínur,
groddur og snjóþrúgur, andrésínur.
Brimsætar hnuðlur og beiska tota,
biðlistasúrur og útúrsprota.
Gammsínur mjúkar og meðalónur,
menningarfíkjur og aðaltrónur.
Úlfaldinkjarna, ráðber og reskjur,
ritepli, myndber og granatsveskjur.
Veimiltítur og vitsmuníerur,
viðloður, æsiber, sýndarperur.
Dísúrar, snoðloðnar hentihnetur,
holdafíkjur og gettubetur.
Argentínur og tildurfrævur
tökusúrur og ofurnæfur.
Í grannmetisdeildinni er dásamlegt,
deildin er orðin mjög vel þekkt.
Þar fæ ég sauðlauka, samkál, iðkur,
sveppperur ferskar og nýjar kviðkur.
Átómata, lufsur, læpur,
loðbaunir og erkinæpur.
Angantýrur og æskirætur,
ofvirkjur gular og salatfætur.
Bleikrætur, kvartöflur, kálnjólaþistla,
kórblöðkur svartar og ætipistla.
Sandölur, geðrót og göngurenglur,
gildistökur og púrruhenglur.
Beinhreðkur svalar og baunagúrkur,
brauðrætur og erkiskúrkur.
Ofanígjafir og grísablöðkur
geigunarkál og sundurmöðkur.
Yndisgeirur og ofurþroskur,
undirlægjur og ratatoskur,
Grannmeti og átvexti er gott að fá,
geðið batnar í öllum þá.
Meltingin verður meira en góð
maginn kveður gleðihljóð.
(2001:9)